23.04.2010 21:25

Ég hlakka svo til...

Blogg,blogg,blogg....:)

Það er ástæða til að blogga og njóta lífsins þegar allt gengur svona vel. Í augnablikinu er ég alveg alsæl, nema ég væri alveg til í að hafa litlu krúttlegu tengdadósluna hjá mér líka. Halldór er sem sé kominn heim og því bæði börnin hjá mér:) Það er bara yndislegast í heimi. Á morgun hitti ég Nínu mína og geri fullt af skemmtilegum hlutum svo að lífið er bara dásamlegt.

Í gær fórum við "Töfrakonur" ég og Jóhanna að Gauksmýri og tókum á móti styrk frá Menningarráði. Það var fullkomið. Auðvitað hefðum við viljað að Þuríður væri með okkur en það var því miður ekki hægt. Þetta var frábært og afar gott fyrir okkar unga fyrirtæki að fá styrk og ekki síður það að fólk hafi trú á okkur og því sem við erum að gera. Ég dansaði út í sólina og vorið eftir þessa viðurkenningu, TAKK yndislega Menningarráð:) Hér kemur allt um "TÖFRAKONUR"


Fyrirtækið "Töfrakonur/ Magic women" er stofnað til framleiðslu og sölu á ýmsum vörum sem tengdar eru ferðaþjónustu og menningu. Hugmyndin er að vera með margvíslegar vörur s.s. gjafavörur ýmsiskonar sem þá eru að stæðstum hluta hugsaðar fyrir ferðamenn, einnig korta, kilju og bókaútgáfu, framleiðslu á skartgripum, fatnaði og vöru unnum úr jurtum. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp og framtíðarsýnin er sú að með tíð og tíma eignist fyritækið eigin verslun og muni hafi fleiri í vinnu en eigendur.

Eigendur fyrirtækissins eru þrír og er eignarhlutfallið jafnt. Það eru Birgitta Hrönn Halldórsdóttir Jóhanna Helga Halldórsdóttir og Þuríður Guðmundsdóttir. Heimilisfesta fyrirtækisins verður á Syðri-Löngumýri í Húnavatnshreppi og endurskoðandi er Ingibjörg Kirstinsdóttir sem rekur bókhaldsskrifstofuna Elfu á Skagaströnd.

Fyrstu vörur "Töfrakvenna" eru "Óskasteinninn" og "Draumasteinninn"sem eru skrautsteinar til gjafa. Þeir eru í pokum úr íslensku fánalitunum og með fylgir mantra á íslensku og ensku. Steinnin er í fallegum gjafakassa. Fleiri steinar eru væntanlegir með öðrum nöfnum og möntrum. Í prentun eru síðan spil með lógói fyrirtækissins og spil með íslensku jurtunum sem munu fljótlega koma á markað. Einnig er fyrirtækið að leita tilboða í prentun á fjórum kiljum sem eru tilbúnar til útgáfu. Einnig eru væntanleg spáspil sem nefnast "Töfraspilin" og er verið að vinna að hönnun þeirra fyrir fyrirtækið. Þetta ásamt fleiri hugmyndum er hugsað sem sumarsala fyrir sumarið 2010. Ekki er ljóst hversu hratt framleiðslan mun ganga,enda margir þættir sem spila þar inní. En hugmyndin er að eigendur hafi atvinnu af vinnu við fyrirtækið og síðan fleiri í framtíðinni.

Fyrirtækið TÖFRAKONUR / MAGIC WOMEN var stofnað 14. febrúar 2010.

Fyrirtækið TÖFRAKONUR / MAGIC WOMEN gefur út spil, bækur, kort, framleiðir skartgripi (HVERAVALLAGULL) og snyrtivörur, skrautsteina til gjafa og margt fleira.

TÖFRAKONUR / MAGIC WOMEN eiga heima á Norðurlandi vestra.

Símar:  452 7119, 452 7140, 553 5218

Netföng:  langamyri@emax.is, brandsstadir@emax.is, tury.moa@simnet.is

Fyrirtækið hefur mjög breiðan markhóp.

Í sambandi við gjafavörur fyrir ferðamenn er verið að hugsa um bæði kyn og allan aldur.  Skartgripir og ýmis önnur gjafavara er hugsuð fyrir yngra fólk. Spil, kort, handverk og bækur eru einnig hugsuð fyrir alla aldurshópa og bæði kyn.

Hugmyndin er að gefa út fréttatilkynningar þegar ný vara kemur.

Bjóða gjafavöruna á ferðamannastöðum til sölu og jafnvel auglýsa í netmiðlum. Fyrirtækið mun vera opið fyrir leiðum til kynningar á vörum sínum og jafnvel semja við dreifingaraðila eins og t.d. í sambandi við dreifingu á kiljum, bókum og fleiru.

Hér með er ég vonandi búin að auglýsa okkur pínu :) Er bara svo spennt yfir þessu skemmtilega verkefni :)

Annars er allt gott hjá mér. Ég vona að Guð gefi að við sleppum við ösku og ég bið líka um alla hjálp sem hægt er fyrir bændurna og fólkið þeirra á gossvæðinu. Það hryggir mig að hugsa um hvað þar er að gerast. En við skulum öll biðja Guð um að allt fari á hinn besta veg, við getum þó alltaf treyst á hann jafnvel þó að útlitið sé ekki alltaf gott.

Nú er mál að linni, verð fljótt hér, með fréttir af fólki, uppákomum og pólitík, en ætla að setja inn nýjar myndir.

Knús á ykkur öll.