04.06.2010 22:25

Konfektmolar

Kæru vinir, þetta er dagurinn sem sannarlega er til þess fallinn að skála eða dansa,  hoppa um og öskra af gleði. Það er ekki bara vegna þess að Jón Gnarr er orðinn borgarstjóri, nei ónei, það er vegna þess að fyrsta bók Töfrakvenna kom út. "Konfektmolar" eftir Jóhönnu vinkonu mína á Brandsstöðum er komin út, til sölu hjá okkur, á Skagaströnd og eftir helgina hjá Hrafnhildi í blómabúðinni og fleiri stöðum. Sko... þið sem viljið kaupa endilega hafið samband, við erum að springa úr stolti. Trúið mér, ljóðin hennar Jóhönnu eru í senn grípandi, áreitin, falleg, þau eru  bara allt. Ég vona að þið kaupið þau og svo bækurnar okkar, hverja af annari. Það eru alveg að koma þrjár kiljur til viðbótar sem eru skáldsögur ( eftir mig og Jóhönnu) sem birst hafa í Heima er bezt. Eins og maðurinn sagði : " Ef ég ætti vodka þá myndi ég fá mér vodka og kók, ef ég ætti kók". En þar sem ég er hætt að drekka bæði vodka og kók þá ákvað ég bara að blogga í gleði minni. Við Töfrakonur, erum sem sé ALLAR hoppandi skoppandi glaðar.

En við ykkur vil ég segja: Við Töfrakonur erum að gefa út efni eftir okkur sjálfar og við viljum líka í framtíðinni líka gefa út efni eftir ykkur. Við ætlum að gefa út alskynss efni frá Norðurlandinu svo endilega hafið samband ef þið lumið á einhverju áhugaverðu sem þið viljið fá útgefið. Auðvitað lofum við engu, en við ætlum að vera metnaðarfullar og gera vel. Við höfum á stefnuskránni að gefa út fróðleik, glens og gaman úr Húnavatnssýslu og endilega hafið sambandi ef þið vitið af efni sem þarf að komast í útgáfu, því að þó að Húnavakan sé góð þá þarf meira til svo að arfur okkar glatist ekki. Við erum sem sé að safna vísum, gamansögum, fróðleik og ýmsu fleiru. Endilega látið okkur vita af þið lumið á efni.

Fyrst við minnumst á Húnavöku þá langar mig að þakka fyrir þessa sem nú er nýkomin út. Ég á smásögu í henni svo að Jóhann í Holti færði mér bókina heim í eldhús, sem var mjög skemmtilegt, Það er margt gott í þessari Húnavöku eins og endranær en mér fannnst samt mest gaman að lesa um konur sem hafa flutt hingað. Þó að það sé gaman að tala við gamla og gróna Húnvetninga, þá var þetta sko aldeilis kærkomið uppbrot.

Áður en að ég sleppi alveg talinu af Töfrakonum þá langar mig að koma á framæri að í sumar munu konurnar sem eru með Spákonuarfinn á Skagaströnd selja vörurnar okkar, einnig Hrafnhildur í Blómabúðinni á Blönduósi, þau hjónakorn í Húnaveri, við sjálfar og fleiri. Ef þið hafið spurningar endilega hafið samband við okkur og látið vita. Við ætlum okkur stóra hluti, við höfum fulla trú á sjálfum okkur, en við ætlum að vera skynsamar og hafa útgáfu og framleiðslu eftir efnum og aðstæðum. Það er líka margt spennandi framundan. T.d. stefnum við að því að vera mað spákonunum á Skagaströnd á Kántrý sem er bara fullkomlega frábært. Við erum sko opnar fyrir öllum skemmtilegum hlutum og við viljum gjarnan að sem flestir hafi samband.

Ég viðurkenni að ég er nú ansans ári syfjuð eftir sauðburðinn sem er að renna sitt skeið. Sjö ær og gemlingur eru óborin og ég bíð bara eftir að þau klári. En vorið er búið að vera okkur afar gott, bæði veðurfarslega og pólitískt. Það að Þóra vann svo mikinn sigur hjá okkur í Húnavatnshreppi er auðvitað bara sérlega frábært. Er varla búin að ná mér niður eftir kosningar og naut þess í botn að vera með einhverskonars tilbúið kæruleysi, en auðvitað á hver og einn að ráða sér. Það er ekki amarlegt að fara frá slíku borði og í staðinn ganga inn fjórir frambærilegir og flottir einstaklingar, enda erum við Biggi Upp alveg alsæl.
 Mér finnst Þóra sérlega flott oddvitaefni. Þau eru auðvitað öll góð, en Ingibjörg er komin til að vera. Svona á lífið líka að snúa. Flottar konur í flottum hreppi, alveg töfrandi :) Veit að Elistinn á eftir að standa sig vel.

En nú er Óli lokbrá kominn. Farið vel með ykkur kæru vinir.