31.08.2010 17:39

Hundar og reiki

Yndislegur tími þetta. Veðrið leikur við mann og alltaf eitthvað gott að gerast. Ég var t.d. að enda við að klára 1. stigs námskeið í reiki sem var yndislegt eins og alltaf. Það er svo gott að finna að þó að árin líði þá eldist þessi forna aðferð alltaf jafn vel. Það er alltaf jafn gaman að kenna hana og fólk upplifir hluti sem eru undursamlegir og góðir. Planið hjá mér er að hafa upprifjunarnámskeið fyrir þá sem eru búnir að taka reiki og hafa lítið notað það og bara alla sem vilja sem allra fyrst í Dalsmynni ef Gunna lánar mér húsið ;) Gunna sem núna er í göngunum er sjálf frábær heilari svo ég hef nú trú á að það verði auðvelt að semja. Hlakka mikið til að hitta gamla nemendur og rifja upp með þeim.En talandi um Dalsmynni þá er Glókollur "besti hundur í heimi" ættaður frá Svan í Dalsmynni á Snæfellsnesi. Þessi mynd var tekin af honum á Vorboðavellinum þar sem hann var um síðustu helgi að hitta ættingja á Landsmóti smalahunda. Svanur tók þessa mynd af honum og sonardóttur hans en litlu fallegu vinkonurnar Guðbjörg og Magnea fylgdust með.
Þessi keppni var frábær(er mér sagt). Langar bara að tala um það vegna þess að ég er alltaf svo montin þegar fólkið mitt hér heima er að sláí gegn. Bjarki og Deddý gerðu það víst áreiðanlega enda höfðu þau veg og vanda að þessari keppni. Bara frábært og Bjarki er sko bara snillingur, ég hef alltaf sagt það. En þó að Glókollur minn kæmist ekki á verðlaunapall held ég að fólk hafi samt gert sér grein fyrir að hann stendur undir nafni "besti hundur í heimi".

Nú er skólinn byrjaður og Guðbjörg prinsessa farin að rífa sig upp fyrir allar aldir brosandi og glöð til að mæta á réttum tíma í skólabílinn, ásamt Glókolli sem er eins og skugginn hennar. Guðbjörg er byrjuð í stóra skóla sem er MJÖG merkilegt og skemmtilegt og Magdalena spennandi og góður kennari. Hvað er hægt að hugsa sér betra en að senda börnin sín glöð og brosandi burt í skólann hvern dag? Það er yndislegt. Húnavallaskóli er góður skóli og ég er stolt af honum.

Blogga fljótt aftur :)