29.03.2011 23:01

Knús í hús

Ég lofaði að setja inn myndir af bolunum og hér er ein en eins og sjá má er merkingin mjög skemmtileg, endilega látið vita sem fyrst ef þið viljið kaupa.
Þetta er sem sagt hinn eini sanni Töfrakonubolur "Knús í hús".
Vil endilega minna ykkur á að við "Töfrakonur" eigum margt til gjafa í fórum okkar fleira en boli, skartgripi (Hveravallagull), rúnir, óska-,drauma- og heilunarsteina, lopapeysur, barnasett (peysu og húfu) húfur, íslenskar rúnir, kiljur, kort og smyrsl, einnig töfrasprey og sitthvað fleira t.d. dálítið af gömlu bókunum mínum. Allt þetta er á mjög góðu verði núna, enda þurfum við að rýma fyrir sumarvörunum sem koma vonandi áður en vorið gengur almennilega í garð.

Í sumar verðum við komnar með  nýtt Hveravallaskart, hálsmen sem er tileinkað Höllu og Eyvindi og eru möntrur(ljóð) sem fylgja þeim. Þetta men er gert úr íslensku hrauni og með silfurkrossi. Þetta eru sem sé verndargripir þessara hálendishjóna sem eiga sér svo dásamlega sögu.  Þetta er skemmtileg viðbót við laufin okkar og orkusteinahálsmenin. Við höfum gefið út bækling um Hveravallagullið okkar og í vinnslu er barnabók eftir mig með teikningum eftir hina frábæru listakonu Ernu Hrönn Ásgeirsdóttur. Get ekki beðið eftir að fá hana í hendur :)

Fallegu fyrirsæturnar mínar.

Það er margt svakalega spennandi framundan og við vonum bara að við fáum góða sölu svo að allt gangi sem best :)