24.05.2011 22:29

Snjórinn, vorið og vonin

Jæja, við erum sem sé komin undan snjónum, eins og þar stendur. Samt ekki yfir neinu að kvarta. Þó að hér væri fjandanum kaldara þá þurfum við ekki að kvarta, fyrir austan allt á kafi í snjó og fyrir sunnan aska og gos. Nei, svo sannarlega erum við heppin og hugur minn er hjá fólki og búfénaði fyrir sunnan, það hlýtur að vera hræðilegt ástand.

Við vorum að taka myndir af nokkrum strákum sem mér datt í hug að setja inn.

Þetta eru Keikur og Kyndill, frekar ánægðir með að vera lausir við snjóinn og hitastigið farið að síga örugglega upp. Keikur er fjögurra vetra og alveg hægt að gera tilboð ef fólk hefur áhuga á honum eða einhverjum öðrum eðalhestum á okkar búi emoticon
Keikur er undan Otra frá Geitaskarði og Galvösk frá Syðri-Löngumýri. Kyndill er undan Brúnblesa frá Nesi og Hendingu frá Syðri-Löngumýri. Svo verð ég nú líka að setja eina mynd af Glám sem er mjög sérstakur, tveggja vetra graðhestur emoticon


Annars er allt gott af okkur að frétta utan það að  maðurinn minn elskulegur kól á eyranu eina nóttina. Það skal tekið fram að þetta umrædda eyra er sérlega viðkvæmt og hefur kalið illilega á árum áður sértsaklega eitt sinn sem hann elti sauði á hálsinum hér lengi dags með derhúfu á höfðinu. Það hefur samt ekki öllum verið kalt þessa daga. Halldór sonur minn ásamt þrem frændum sínum tjölduðu og grilluðu á blettinum fyrir framan húsið hérna eina köldustu nóttina. Þótti mér nóg um. Þetta er auðvitað bara bilun emoticon

En nóg að sinni frá Löngumýrarliðinuemoticon