02.06.2011 21:46

Ó þetta er yndælt líf ............

Aldeilis frábært líf. Sit með próförk að "Ævintýri tvíburanna" og nýt þess að láta mig dreyma um þegar ég verð búin að fá hana í hendur. Þessi saga er barnasaga sem gerist í okkar góða Húnavatnshreppi og á Blönduósi en þar er framið rán í Samkaup, frekar skondið en upplýsist auðvitað. Ég vona sannarlega að þið kaupið bókina öll og gefið hana út og suður til barna sem ykkur þykir vænt um. Vonandi á hún líka heima í skólunum. Nú er verið að vinna bókina í Ísafoldarprentsmiðju og vonandi fæ ég hana í hendur fyrir mánaðarmót. Hún verður í sama broti og "Pöllusögur" sem ég vona að flestir þekki. Mér finnst alveg yndislegt að skrifa fyrir börn og vonandi fær tvíburabókin mín það góðar viðtökur að ég get haldið áfram, enda er ég byrjuð að skrifa annað handrit um ævintýri þessara skemmtilegu krakka. Svona til upplýsingar fyrir ykkur þá gefa "Töfrakonur" bókina úr. Jóhanna Helga vinkona mín á veg og vanda að prófarkalestir, yfirferð og áliti enda les þessi elska fyrir mig allan texta. Svo er það listakonan Erna Hrönn Ásgeirsdóttir sem teiknar í bókina og kápuna. Hún er frábær á þessu sviði og er systir Valdemars bónda á Auðkúlu. Svona er heimurinn skemmtilegur og víða leynast listamenn og konur, við þurfum bara að vera dugleg að segja hvort öðru frá og hjálpast að.

Mig langar að segja ykkur aðeins meira frá áformum Töfrakvenna. Barnabókin mín er að koma út og við erum byrjaðar að safna í aðra kilju, smásagnasafn. Strax er komin fyrsta smásagan í hús og vonandi fara þær að koma í löngum bunum til okkar. Markmiðið er að gefa út 2-3 kiljur fyrir næstu jól, sem þá verða ásamt barnabókinni á jólasölu. Viljum við gjarnan fá handrit til yfirlestrar ef fólk treystir okkur fyrir efninu sínu og langar til að fá gefið út. Við erum alvöru útgafufélag og munum halda ótrauðar áfram í útgáfu eins og við lögðum upp með. Við eigum enn dálítið af kiljum síðasta árs og viljum gjarnan selja þær sem fyrst. Ljóðabókin "Konfektmolar" er þó að verða búin og hver að verða síðastur að eignast hana. Það er þó sannarlega skemmtilegt því að markmiðið er að koma hinu ritaða máli til sem flestra.

Skartgripir eru að koma á sumarsölu og verið er að endurhanna "Töfrarúnirnar" sem er mjög spennandi. Við erum að sjálfsögðu að selja steina, kort, smyrsl, barnasett og lopapeysur og við sjálfar og fleiri með okkur erum að vinna á fullu fyrir sumarmarkaðina. Við stefnum á að vera með sölu og uppákomu í Dalsmynni þegar "Ævintýri tvíburanna" verða komin út. Við munum líka vera að spá með yndælu spákonunum á Skagaströnd. Sú samvinna er alveg ómetanleg og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir að drífa Töfrakonur með sér að spá. Stefnan er einnig sett á Landsmót hestamanna og fleira skemmtilegt í sumar. Við vonumst eftir að finna fleiri sölustaði og vinna lönd eins og áður. Við höfum mögnuð áform og höldum ótrauðar áfram. Við fengum hundrað þúsund krónur frá Menningarráði til að styðja við útgáfu barnabókarinnar og erum við líka mjög þakklátar fyrir það. Við þökkum öllum sem vilja okkur vel og styðja okkur - við þörfnumst þess -  en við ætlum líka að standa okkur í stykkinu.emoticonLangaði bara að minna á Töfrakonur, við erum á kústum sem aldrei fyrr emoticon

Af öðrum vettfangi er allt gott hjá mér. Þrjár ær eftir að bera svo hægt er að segja að sauðburðarlok séu að skella á. Það var kalt í vor, en ekki kvarta ég, hvorki aska eða kafasnjór svo að við sluppum nú vel. Það er samt gott að júní er kominn, skólinn búinn og hægt að slaka sér inn í sumarið sem ég vænti að verði okkur öllum gott. Við fengum mun fleiri hrútlömb en gimbrar sem er ávísun á gott heyskaparsumar var sagt, það eru auðvitað góðar fréttir.Hér er bjartasta vonin. Vala Glókollsdóttir, fullkomin inn í fjölskylduna okkar eins og pabbinn. Við erum alveg viss um að hún verði snillingur er fram líða stundir. Hún er að verða fjögurra mánaða og áhuginn er svo sannarlega fyrir hendi og tilburðirnir eins og á að vera.Læt þetta duga að sinni, en þarf samt margt að segja. Njótið þess að vera til og elskið hvort annað. Ég vona að sumarið verði okkur öllum gott. Knús í húsemoticon