09.06.2011 16:35

Langar í sól og hlýju

Mér finnst ennþá kalt og lítið að gerast í gróðri. Kindurnar mínar eru að verða brjálaðar að komast ekki af túni með lömbin sín, en ég held að það sé nú ekki mikið að hafa í magann utan þess. Ég trúi ekki að þetta séu ellimerki, mig langar í sól og hlýju, geta skoppað út á stuttbuxum og bol að taka til. Drekka kælidrykki í stað heitra itl að ylja sér og fá góðar fréttir.............. ég er sem sé að biðja um alvöru sumar og ég vona að það sé að koma.

Svona er lífið, fjórar lopapeysur undir gallanum eða svo ;)
Jæja, Halldór er allavega brosandi sem er gott.

En Töfrakonur voru að fá nýjar vörur. Orkusteinahálsmen eftir Hrafnhildi hönnuðinn okkar. Hálsmenin eru ný lína og eyrnalokkar í stíl fyrir þá sem hafa áhuga. Vonandi koma nýjar myndir inn á facebooksíðuna okkar í kvöld svo að endilega skoðið og pantið :)


Heimasætan :)