28.06.2011 21:31

Eitthvað að frétta......

Jæja, við komumst sem sé heilu og höldnu heim á reiðskjótum okkar í dag. Er búin að komast að því að Ljósbrá, hryssan mín, er mikill eðalgripur og trasust mjög. Það besta við hana er þó hve Guðbjörg er óhrædd við hana. Hún er líka búin að fá hana lánaða til að fara á reiðnámeksið á Höllustöðum hjá þeim Helga og Barböru sem byrjar mánudaginn eftir Landsmót. Sem sé verður 4-9. júlí. Mér líst ljómandi vel á það og Lilja ætlar að sjálfsögðu líka á Byl sínum, en þau eru óaðskyljanleg og flott par.
Guðmar Magni á Eyvindarstöðum fylgdi okkur heim í dag á flotta hestinum sínum, femingargjöfinni. Þeir eru ekki síður flottir saman, félagarnir.Má til með að setja inn eina gamla og góða til að minna vini og vandamenn á hvað ég var ung, grönn og hæfileikarík á árum áður, en þessi er tekin á Leifsstöðum á góðri stund :)Og svona var nú umhorfs á Sláturhúsinu í gamla daga, en nóg um það. Hætt í bili og passa :)