05.09.2011 13:06

Haust


Nú líður að hausti og þá kemur bæði þessi leiðinlegi tími þegar maður verður að ákveða hver á að lifa og hver ekki, en líka skemmtilegi tíminn sem maður á með lömbum og folöldum sem "voru valin". Hef ykkur að segja aldrei verið æst í að leika Guð.En folöld eru bara einfaldlega dásmleg og ég bara verð að setja inn einhverjar myndir frá því í sumar.Þessar elskur eru nú öll staðsett í Tungunesi og verða vonandi eitthvað áfram en fyrsta mál á dagskrá er að ná heim sauðfénu.Vonandi telst heyfengur þetta árið þannig að ekki fari öll strax til himna og voandi getum við líka selt einhver. Hver veit?