09.08.2012 22:40

Sumarið 2012

Það verður ekki með ofsögum sagt að sumarið er búið að vera sólríkt og sannarlega gott hjá mér. Við heyjuðum fyrri slátt á fáum dögum loksins þegar við byrjuðum, enda var ekki hægt annað en að bíða til að fá meira gras. Þessi bið, sem mér fannst nú frekar löng á meðan ég horfði á hina heyja var vel þess virði og við fengum ágæta uppskeru. Svo er bara að vita hvernig rest sumarsins skilar sér og hvernig seinni slátturinn kemur úr, alltaf spennandi þessi blessapur búskapur,
Langar líka að sýna ykkur hvað fallegu börnin okkar eru orðin stór. Alveggullfallegir einstaklingar og ég rifna úr monti í hvert skipti sem ég hugsa um þau emoticon

Eins og einhverjir vita þá er ég búin að vera að vinna við veiðivörslu í sumar fyrir Veiðifélag Blöndu og Svartár. Þótti nú sumum undarlegt að ég væri veiðivörður þar sem kalinn minn blessaður er orðinn formaður félagsins. Verð ég nú að segja eins og er að hann kom ekki að þessu máli og ég veit ekki einu sinni hvað honum fannst það gáfulegt. En staðreyndir var samt sú að ég bauð lægst í þessa vörslu og fékk vinnuna. Það er búið að vera mjög skemmtilegt og fræðandi að hitta alla veiðimennina, gætana, starfsfólk Lax-ár og alla hina sem ég hef hitt og spjallað við í sumar. Fyrir svo utan það að þá veit ég svo miklu meira um veiði og veiðimenn en áður. En það er nú ekki öll nótt úti enn, veiðitíminn er til 20 september í Svartá svo að ég held áfram að rúnta hér um dali glöð og ánægð. En Ágúst vinur minn á Geitaskarði kallar mig nú veiðiverju í hvert skipti sem við hittumst. Ekki svo slæmt að vera verja..............eða hvað............


Hér kemur svo ein sólarlagsmynd sem var tekin á Torfalæk þar sem við vorum eitt kvöldið að kíkja á væntanlega kornuppskeru.

En eins og venjulega þá liggur nokkuð vel á okkur á Löngumýri. Okkur tíkst að klára stétt við húsið sem reyndar er búin að vera í vinnslu í fjögur ár. Þetta er svona til að setja punktinn yfir þá er við steyptum undir húsið. Gamla góða húsið okkar var nefnilega nokkurskonar flothús en nú er búið að steypa það niður, skipta um jarðveg og núna síðast setja hellur við tvær hliðar á húsinu. Það mun verða mikið snyrtilegra að ganga um og á sólríkum dögum verður örugglega gott að setjast á hellulagða stétt og reka nefið upp í sólina. Við fengum líka yndislega hjálp við þetta :)Hér má sjá stéttina góðu þar sem þessir knáu piltar, Ingi og bræður mínir tveir, Þorbjörn og Þórhalli velta eflaust fyrir sér hve margir gætu dansað þarna í einu :)Svo eru það auðvitað vinkonurnar Guðbjörg og Ljósbrá í hlýju og fallegu sumri.

Vona að lífið sé ykkur gott :)