03.09.2012 14:55

Ljúft og blautt líf

Þar sem ég ek um dali og sveitir og stunda veiðivörsluna mína er nú allt í einu allt blautt, pollar á vegum og rúðuþurrkurnar hafa varla við. Kærkomið fyrir jörðina held ég hljóti að vera. En það er pínulítið skrýtið eftir allt sólskinið og hitann að fá rigningu. Er samt als ekki að kvarta og líður vel. Við þurfum þá ef til vill ekki lengur að keyra vatni í hólfin sem ekki liggja að Blöndu eins og Ingi hefur gert í mestallt sumar. Þetta er allt saman gott held ég. Gangnamenn eru lagðir af stað eða að leggja af stað og eflaust blotnar í þeim. Ég vona samt að þeir njóti sín á heiðunum og blotni bæði að utan og innan þá sem langar það emoticon Hlakka auðvitað til næstu helgar að sjá lömbin koma af fjalli og hitta vini og vinkonur bæði tví- og fjórfætt í réttunum.


Þessar dásemdar frænkur voru þarna á Hveravöllum í sólinni í sumar en nú koma gangnamennirnir okkar þangað í kvöld og allavega ættu þeir að njóta þess að komast í pottinn góða :)Er pínúlítið húkt á Hveravöllum núna og hugsa til ganganamanna. Hlakka líka til að fá Lilju sætu í réttirnar. Veit að þessar vinkonur munu njóta sín þar.En svona í lokin ein mynd af sólstrandargæjanum mínum :)

Vona að þið eigið ljúft líf :)