04.09.2012 14:15

Ótitlað

Nú er komið að því að hugsa dálítið inn í veturinn þó að enn sé sól og sæla og gangnastúss og réttir rétt að hefjast. Það er nú einu sinni þannig að allar árstíðir hafa sinn sjarma og allt er þetta gott hvað með öðru. Mann langar alltaf að sjá uppskeruna sína þó að það sé ekki gaman að senda lömbin í sláturhúsið. Þá er allvega gaman að sjá líflambahópinn og spá í hvar sé gáfulegast að fá hrút til að kynbæta. En eftir að ég klára að vera veiðiverja, sem er um næstu mánaðarmót og líður á haustverkin hef ég hugsað mér að halda reikinámskeið, sjálfsstyrkingarnámskeið og fara aftur að taka fólk í heilun og lestur. Vil samt endilega minna ykkur á að ég er alltaf að vinna með fjarheilun og fyrirbænir, hvað svo sem ég er annað að bauka. emoticon
En þið ykkar sem hafið áhuga á námskeiðum hjá mér endilega hafið samband sem fyrst, ég er að skipuleggja tímann minn. Einnig þið sem viljið panta einhverskonar aðra tíma eða koma og rifja upp, bara hafið samband. Ég er með fólk sem bíður eftir 1. stigi í reiki og ég reikna með námskeiði í október og ef til vill 2. stigs námskeiði þá líka.Bara svona að minna ykkur á Töfrakonur í leiðinni. Við erum að uppfæra síðuna okkar og brátt verður hún mjög flott sölusíða þar sem þið munuð getað verslað í körfu og skoðað í rólegheitum hvað við höfum í boði. Þetta verður mikil bylting fyrir okkur, þá munum við alltaf getað haft inni það sem er óselt en tekið hitt jafnóðum út.

En af því að ég er mikið að hugsa um reiki þessa dagana og vil minna ykkur á sem hafið lært það að nota það vel. Munið hvað þið hafið í höndunum fyrir ykkur og aðra. Ég hef ákveðið að setja hér inn reikiblessun sem allir geta notað sem hafa tileinkað sér reiki. Þetta er gjöf mín til ykkar í dag og vona að þið njótið :)

Reiki-hreinsun-heilun-blessun.

 

Sitjið í stól eða sofa, algjörlega slök. Verið berfætt og látið iljar nema við gólf. Í lófa ykkar liggur blað þar sem þið hafið skrifað á óskir ykkar og þrár, nákvæmlega niðursettar. Hafið bænirnar hnitmiðaðar og ekki fleiri en svo í einu að þið náið að hugsa um það sem er á blaðinu.

 

Þið slakið vel á og opnið fyrir reikiorkuna á bænirnar. Segið upphátt eða í huganum eitthvað á þessa leið: Ég bið um algjöra hreinsun, heilun og blessun á allt það sem á þessu blaði stendur, á allar mínar bænir og ég bið um að þetta virki fullkomlega fyrir mig og fjölskyldu mína á öllum sviðum lífsins, við allar aðstæður og á öllum tímum. Ég bið um að allar bænir sem upp í hugann koma á meðan á hugleiðslunni stendur fái einnig alla þá hreinsun, heilun og blessun sem þær þurfa á öllum tímum og við allar aðstæður á öllum sviðum. Ég bið um að öll sárarbrot og sálarkrækjur sem ég kann að hafa séu hreinsuð frá mér og einnig þær sálarkrækjur og sálarbrot sem ég hef krækt í aðra séu afturkölluð og endurleyst á öllum sviðum svo að ég sé algjörlega laus undan öllum áhrifum nema mínum eigin. Ég bið um fullkomna jarðtengingu fyrir mig og fjölskyldu mína sem virkar á öllum sviðum nú í fortíð og framtíð, við allar aðstæður alltaf. Ég bið um fullkominn kærleika á öllum sviðum lífsins við allar aðstæður og á öllum tíma. Ég bið um fullkomana hreinsun, heilun og blessun.

 

TAKK FYRIR, ÞAÐ ER GERT, ÞAÐ ER GERT, ÞAÐ ER GERT.

 

Nú skuluð þið taka nokkrar mínútur í að hugsa um bænablaðið ykkar og allt sem á því stendur. Njótið stundarinnar og leyfið einnig upplýsingum að flæða til ykkar hvort sem er í myndum, setningum inní höfðinu eða hugsun. Gott er að hafa blað við hendina og punkta niður ef upplýsingar koma því að þær vilja oft hverfa um leið og við förum úr alfaástandinu.

 

Sitjið og njótið eins lengi og þið viljið og þakkið síðan fyrir.