05.10.2012 15:52

Haust, gott og slæmt

Óneitanlega kom haustið aftan að okkur. Þetta andstyggðarskot sem hefur gert margri skepnunni lífið óbærilegt og mörgum manninum tjónið stórt, eitthvað sem hefur orðið að svefnlitlum nóttum og sorta í sálinni. En fólkið sem vann við björgun á sauðfénu um allar jarðir á svo sannarlega heiður skilið. Undarlegt hvað sumar skepnurnar eru lífssegar og aðdáunarverðar . Það var auðvitað ömurlegt til þess að vita að tófan væri að éta skepnurnar lifandi, en vonandi verður þessi hræðilega kvöl þeirra til þess að stjórnvöld togi uppum sig buxurnar og horfi með opnum augum á hvað er að gerast. Við friðum ekki varginn. Það er enginn að hafa á móti viltum dýrum og jafnvægi í náttúrunni, en að friða ref er stórhættulegt enda virðist fuglalíf vera að þurrkast út á þeim svæðum sem tófan ræður ríkjum. Engir mófuglar segja þeir sem þarna búa. Ég held að það sé alltaf skynsamlegast að hlusta á þá sem búa á hverjum stað, bæði hvað varðar nýtingu lands og framkvæmdir. Við þekkjum okkar heimabyggðir og vitum hvað þær bera og þola.
En þrátt fyrir kuldakast og lélegar heimtur ennþá get ég ekki annað en glaðst yfir því sem komið er. Það var verið að velja líflömb hér í dag, ráðunautar að ómæla og nágrannar og vinir að hjálpa. Slíkir dagar eru óneitanlega skemmtilegir og gefandi. Gimbrarnar okkar eru bara nokkuð góðar og fyrri slátrunin kom vel út. Ég er því alsæl með það og allt gott á að þakka. Þannig er það.emoticon Og hreppaskil eru ekki komin hjá okkur og einhver svæði ósmöluð svo enn er von. Það er lengi von á einu.

emoticon
Gaman að segja frá því að þetta par eignaðist 6 hvolpa sem eru  hjá mömmunni í Húnaveri, 5 tíkur og 1 hund. Glókollur mun sennilega taka eina dótturina í uppeldi enda hefur honum tekist vel með stelpuna sem býr hér hjá honum. Hún á örugglega eftir að verða eins og hann, dúndur smali og sérfræðingur í að tína upp eftirlegukindur. En ég held að það séu ekki allar tíkurnar lofaðar hjá Þórhalla og Turid ef einhver hefur áhuga.


Þetta er Vala Glókollsdóttir eftrlæti allra á Löngumýri :)

En fyrst að ég er að tala um hunda þá brá bóndi minn út af vananum og hlýfði Glókolli við seinni göngurm, enda var hann haltur eftir erfiða daga, og tók Bolla með sér. Bolli minn stóð sig vel og er afburðahundur, en það er erfitt að búa í sama búri og goðsögnin. En við erum einstaklega heppin með hunda. Þó að við höfum ekki farið með þá í keppnir þá eru þeir að skila okkur afburðavinnu og ómetanlegri hjálp. Ef við ættum ekki nothæfa hunda, þá einfaldega værum við ekki að þessu.En þarna er karlpeningurinn, en eins og sjá má er Bolli með hjarta á höfðinu og fullkomið border collie  útlit :) 

Sumarið var talsverð törn
tókst mér þó að sanna,
að heppin er með hunda og börn
hjásvæfu og granna.

Vona að við eigum öll gott haust og gleði í hjarta emoticon