05.01.2013 07:00

Ótitlað

Gleðilegt ár 2013. Ég vona að árið verði okkur öllum gæfuríkt og gott. Megi friður ríkja í hjörtum okkar og hamingja flæða um sálirnar :)

Nú þegar nýtt ár er komið skoðum við oft stundatöfluna og skipuleggjum eins og vert er að gera í Steingeitarmerkinu. Hef ég því ákveðið að halda fyrsta 1. stigs reikinámskeiðið á árinu 19. og 20. janúar, helgarnámskeið, ef næg þáttaka fæst. áhugasamir hringi í síma 4527119 / 8977119 eða sendi mér póst á langamyri@emax.is. Einnig geta hópar haft samband og við getum fundið tíma sem hentar.

Stefni á 2.stigs námskeið 15. og 16. febrúar, en er til viðræðu um aðra tíma.

Einnig býð ég uppá sex vikna sjálfsstyrkingarnámskeið/ sjálfsskoðun og heilun. Námskeiðið er einu sinni í viku og síðan vinnur fólk heima þess á milli. Er tilbúin að koma með námskeiðin mín á nærliggjandi staði sé þess óskað, t.d. Blönduós, Skagaströnd, Hvammstanga, Varmahlíð eða Sauðárkrók.

Þeir sem hafa áhuga á þessum námskeiðum, efri stigum reikissins, heilunartímum eða fyrirbænum geta alltaf haft samband. Endilega sláið á þráðinn eða sendið póst ef einhverjar spurningar vakna og skráðið ykkur sem fyrst ef þið ætlið að vera með.

Gæfan fylgi ykkur inn í nýja árið :)