27.06.2013 14:00

Sumarið er tíminn ..........
Ágætu vinir.

Ákvað að setja inn eina góða mynd af okkur Jóhönnu þar sem við erum í miklu spá og kennslustuði þessa dagana. Heilunarbekkurinn er kominn á sinn stað, spilin eru við hendina og reikibjallan notuð mikið. Þuríður er svo væntanleg norður og verður með okkur meira og minna í sumar. Við erum búnar að setja vörurnar okkar á Laxasetrið á Blönduósi, en þar munum við líka vera þegar mikið er um að vera og alveg ákveðnar í að búa þar yfir Húnavökuna og hafa gaman með hinum ýmsustu uppákomum. Það er ekki amarlegt að vera í félagsskap Valla, Alla og Huldu, yndæla fólksins á Laxasetrinu.
En það er fleira í farvatninu. Mig langar til að segja frá því að ég er tilbúin að koma, allavega hér á norðurlandinu og kenna reiki, taka í heilun eða spá, ef næg þáttaka er. Það er upplagt að nota þessa þjónustu fyrir  þá sem hafa áhuga, t.d. saumaklúbba sem eru að fara í bústað, kvenfélög, ættarmót, bænahópa, alskonar félagsskap eða taka sig saman vinir og vinkonur og fá spádóma eða reiki, eða bæði.. Svo er bara um að gera að slá á þráðinn eða senda póst og fá nánari upplýsingar. Það eru líka upplýsingar um reiki á síðunni minni hér sem hægt er að skoða.
Þeir sem hafa einhverntíman lært reiki og langar að dusta rykið af kunnáttunni eru líka hvattir til að hafa samband, ég er til í að aðstoða þá gegn vægu gjaldi, bara um að gera að nýta sér allt það góða sem í kringum okkur er og hjálpa okkur sjálf.

Annað sem mig langar til að biðla til ykkar með. Nú hef ég tekið að mér að sjá um vísnaþáttinn í hinu þjóðlega tímariti "Heima er bezt" og þætti mér afar vænt um ef þið vilduð deila með mér vísum og ljóðum eftir ykkur eða ættingja ykkar sem ég mætti setja í blaðið. Vinsamlegast sendið mér á netfangið langamyri@emax.is og þar er alltaf hægt að ná í mig.

Annars verð ég að segja að sumarið er okkur gott á Löngumýri, styttist í heyskap og okkur líður vel. Lilja Gunnarsdóttir er hjá okkur eins og síðastliðin sumur, svo við erum vel sett með hana og Guðbjörgu okkar til að hjálpa okkur eldri deildinni. Halldór Ingi vinnur hjá Bessa í Hofstaðaseli og því lítið sem við sjáum af honum en gott sem það er. Hér eru komin heilmörg folöld og við spennt að spá i þau sérstaklega afkomendur Hnokka frá Dýrfinnustöðum. Tíu hestar eru komnir á járn og tveir í tamningu hjá Írisi frænku í Húnaveri. Það er eldseig stelpa og ég hlakka til að deila myndum af henni á klárunum seinna. Sú skvísa á eftir að ná langt á hestbaki ef ég er einhver spákona.Í lokin ein gömul Húnavökumynd, rétt til að minna á að taka þá helgi frá:)
Hafið það sem allra best!!!