26.10.2013 19:19

Nýjasta nýtt


Kæru þið sem lesið.

Langt síðan ég hef bloggað enda búið að vera í mörgu að snúast. Allt er samt gott og blessað eins og þar stendur. Mig langar að koma með fréttir af Töfrakonum, mér og mínum kæru vinkonum. Við erum alltaf að pjakka í okkar málum og als ekki búnat að leggja upp laupana þó að við höfum kannski ekki verið mjög ábernadi uppá síðkastið. Það þýðir samt ekki að það hafi verið lognmolla yfir okkur.

Hér fyrir ofan er ein af fallegu peysunum með Laxamunstrinu sem hún Jóhanna okkar gerði svo meistaralega. Mig langar til að setja hér smá sýnishorn af því sem við eigum til og við erum að selja einmitt núna.Hér er til dæmis ein falleg og björt. Við eigum dálítið magn af tilbúnum peysum og einnig tekur Jóhanna niður pantanir, prjónar og hannar það sem hver og einn vill. Hefur hún verið að gera töluvert af því undanfarið. 

Hrafnhildur er alltaf að framleiða skart fyrir okkur og má nefna skemmtilega íslenska hugmynd sem hún þróaði og gerði en það eru hálsmen úr kindahornum og hreindýrshornum. Eigum við það til á lager.Hér má sjá hálsmen úr hreindýrshorni, tilvalinn verndargripur.

Auk þessa er Hveravallagull (silfurlauf) alltaf í smíðum, við erum með rúnirnar okkar og steina og bækur til sölu en erum nú að losa okkur við lager af eldri bókum. Erum við því að selja þær á hlægilegu verði. Þess má líka geta að nýjar vörur og sögur eru í smíðum en of snemmt að upplýsa það.

Vildi bara lata vita af okkur vinkonunum sem erum hressari en nokkru sinni fyrr emoticon