01.07.2016 14:15

Ótitlað
Lífið er alltaf jafn ótrúlegt og aldrei að vita hvert það leiðir mann. Íslensku fótboltastrákarnir eru búnir að setja heiminn á hliðina, við erum öll að rifna úr stolti og hlökkum til sunnudagsins þar sem ekki bara öll þjóðin mun senda þeim jákvæða strauma, heldur fólk um víða veröld. Það er dásamlegt. Íþróttafólkið okkar hefur nú undanfarið staðið sig svo vel á öllum sviðum. Það er landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal þar sem hver gæðingurinn eftir annan slær í gegn. Við erum nýbúið  að kjósa okkur nýjan forseta sem mikil sátt er um og þjóðin mun örugglega standa við bakið á. Allt eru þetta dásamlegir hlutir og því full ástæða til að vera bjartsýnn. Draumar geta ræst, þeir gera það svo sannarlega og við getum verið stolt af svo mörgu við íslendingar.
Auðvitað er margt sem við þurfum að breyta og margir sem ekki eru glaðir og vita ekki hvernig þeir eiga að fá hjálp. Við þurfum að hlú að öllum og bæta margt, en saman getum við það. Mig langar samt að biðja ykkur að magna upp allt þetta góða þannig að það hafi margfeldnisáhrif. Finnum góðu tilfinninigarnar í brjóstinu og mögnum þær upp, stækkum þær þangað til okkur finnst við vera að sprynja úr hamingju. Þannig hækkum við orkustigið, aukum hamingjuna og getum þannig lagt okkar að mörkum tilað bæta heiminn. Til að auka hamingjustig heimsins þurfum við að magna innra með okkur okkar eigin hamingju :)