Færslur: 2010 Ágúst

31.08.2010 17:39

Hundar og reiki

Yndislegur tími þetta. Veðrið leikur við mann og alltaf eitthvað gott að gerast. Ég var t.d. að enda við að klára 1. stigs námskeið í reiki sem var yndislegt eins og alltaf. Það er svo gott að finna að þó að árin líði þá eldist þessi forna aðferð alltaf jafn vel. Það er alltaf jafn gaman að kenna hana og fólk upplifir hluti sem eru undursamlegir og góðir. Planið hjá mér er að hafa upprifjunarnámskeið fyrir þá sem eru búnir að taka reiki og hafa lítið notað það og bara alla sem vilja sem allra fyrst í Dalsmynni ef Gunna lánar mér húsið ;) Gunna sem núna er í göngunum er sjálf frábær heilari svo ég hef nú trú á að það verði auðvelt að semja. Hlakka mikið til að hitta gamla nemendur og rifja upp með þeim.En talandi um Dalsmynni þá er Glókollur "besti hundur í heimi" ættaður frá Svan í Dalsmynni á Snæfellsnesi. Þessi mynd var tekin af honum á Vorboðavellinum þar sem hann var um síðustu helgi að hitta ættingja á Landsmóti smalahunda. Svanur tók þessa mynd af honum og sonardóttur hans en litlu fallegu vinkonurnar Guðbjörg og Magnea fylgdust með.
Þessi keppni var frábær(er mér sagt). Langar bara að tala um það vegna þess að ég er alltaf svo montin þegar fólkið mitt hér heima er að sláí gegn. Bjarki og Deddý gerðu það víst áreiðanlega enda höfðu þau veg og vanda að þessari keppni. Bara frábært og Bjarki er sko bara snillingur, ég hef alltaf sagt það. En þó að Glókollur minn kæmist ekki á verðlaunapall held ég að fólk hafi samt gert sér grein fyrir að hann stendur undir nafni "besti hundur í heimi".

Nú er skólinn byrjaður og Guðbjörg prinsessa farin að rífa sig upp fyrir allar aldir brosandi og glöð til að mæta á réttum tíma í skólabílinn, ásamt Glókolli sem er eins og skugginn hennar. Guðbjörg er byrjuð í stóra skóla sem er MJÖG merkilegt og skemmtilegt og Magdalena spennandi og góður kennari. Hvað er hægt að hugsa sér betra en að senda börnin sín glöð og brosandi burt í skólann hvern dag? Það er yndislegt. Húnavallaskóli er góður skóli og ég er stolt af honum.

Blogga fljótt aftur :)

16.08.2010 22:09

Sögur og spádómar


Töfrakonur hafa ákveðið að gefa út smásagnasafn sem á að innihalda sögur tengdar stöðum eða viðburðum úr Skagafirði og Húnavatnssýslum. Við höfum ekki sett ströng skilyrði um innihald eða höfunda. Málið er að við vonumst til að fá sem mest til að velja úr og gefa út smásögurnar fyrir næstu jól. Það ætti að geta tekist ef fólk gramsar í skúffum og sest við tölvurnar eða með pennann sinn og gerir einhverjar góðar sögur. Við erum heldur ekki með ströng skilyrði með lengd heldur treystum við höfundum til að vita svona nokkurn veginn hvað er við hæfi. Við getum auðvitað ekki takið við mjög löngum smásögum.
Sannarlega vona ég að fólk taki við sér. Ég hlakka svo til að vita hvað kemur úr úr þessu enda er eitt af okkar hjartans málum að varðveita sem flest af svæðinu okkar og þar á meðal sögum. Við þyggjum líka með þökkum ljóð og frásagnir til varðveislu. Seinna kemur vonandi út safn af ljóðum og ýmsu öðru og við erum þegar farnar að safna ýmsu efni sem ekki má falla í gleymskunnar dá.
Ef þið eruð að spá í hvað við eigum við með að eitthvað í sögunum tengist staðháttum, atburðum eða fólki, þá get ég nefnt dæmi. Sagan getur gerst á Suðárkróki, Borgarvirki, Hveravöllum, Vatnsdal eða í göngum á Grímstunguheiði, svo eitthvað sé nefnt. Það er líka nóg að staðhættir komi við sögu, eða einhver nafnkunnur eins og Geirmundur, Villi lögga, Ella tónlistarkennari, Gvendur Bratti, Palli tannlæknir, Kolla klippikona, Natan Ketisson, Grettir eða Rugla. Þetta er alveg opið og á bara að vera skemmtilegt og við munum að sjálfsögðu áskilja okkur rétt til að velja úr og vonandi verður eins mikið af sögum sem koma til okkar og spár á Kántrý, þá verðum við ekki í vandræðum með að láta þennan draum rætast.
Við munum auglýsa mjög fljótlega eftir sögunum svo endilega farið að leggja höfuðið í bleyti enda draumurinn okkar að bókin komist út fyrir jólin.
Við Töfrakonur hlökkum mikið til að fá sögurnar í hendur enda vitum við að margir góðir pennar eru út um allt. Við erum að sjálfsögðu farnar að taka við sögum nú þegar. Þeir sem vilja senda okkur geta sent á eitthvað af netföngunum okkar sem eru: Birgitta langamyri@emax.is Jóhanna brandsstadir@emax.is og Þuríður tury.moa@simnet.is  Ekki hika bara ýta á send :)

Já, eins og einhver ykkar vita þá vorum við að spá á Kántrýhátíðinni með yndislegum konum sem eru með Spákonuarfinn á Skagaströnd. Það gekk mjög vel og var mok aðsókn. Við komumst sem sé að því að við erum alveg til í að gefa kost á okkur í þetta, t.d. í saumaklúbba og aðra hópa. Bara skemmtilegt og frábært að vera á Skagaströnd.
Við vorum í Árnesi sem er elsta húsið í bænum og þar er sko góður andi og gott að vera. Við spáðum á föstudags og laugardagskvöld. Á laugardagskvöldið voru þær spákonur Skagastrandar, Dagný og Sigrún með lófalestur í spátjaldinu og það var líka alveg troðfullt og komust færri að en vildu. Þetta var afar dýrmætt fyrir okkur Töfrakonur og ekki síst að fá að tengjast þessum frábæru konum á Skagaströnd og fá að skoða allt og sjá hvað þær eru að gera. Þær eru líka að selja fyrir okkur þessar elskur. Ég vona bara að það verði áframhaldandi samstarf hjá okkur.

Eins og þið sjáið er um nóg að hugsa á milli þess sem ég horfi á manninn minn og hans vini koma grunni undir gamla húsið mitt sem hefur fóstrað mig alla tíð. Kominn tími til að það fengi grunn (kannski fæ ég þá pallinn). En nú er sem sé langt komið að steypa undir húsið mitt og hægt að fara að búa til malarpúða í kringum það. Þetta verður örugglega flott  hjá mér fyrir rest og líklega skynsamlegt að byrja á grunninum.

Annars erum við í góðum gír á Löngumýrinni og hugmyndin að blogga fljótt aftur :)


  • 1