Færslur: 2011 September

19.09.2011 11:19

Löngumýrarfréttir


Má til með að setja inn eina mynd af þessum yndislegu vinkonum sem voru hér saman sl. laugardag. Það var heldur betur góður dagur enda hafði Alma okkar ekki komið í heimsókn um tíma. Það verður að segjast eins og er að það má ekki líða of langt á milli hittinga hjá þeim tveim til að heimilislífið hér finni fyrir því :)

En af okkur er allt gott. Ingi og Halldór eru komnir úr seinni göngum en þeir fóru ásamt Glókolli og mér skilst að þeir hafi allir staðið sig ljómandi vel. Glókollur var reyndar búinn að vera lasinn, fékk beinflís uppí góminn eða var stunginn og þurfti stera og sýklalyf en Stefán dýralæknir og hans frábæra aðstoðarkona voru okkur innan handar með hundinn enda erum við á sér hundasamning hjá Stebba, sem við bókstaflega trúum á að öllum öðrum dýralæknum ólöstuðum.

En leitin gekk vel og niður komu eitthvað um 800 kindur sem réttaðar voru í gær. Veðrið lék við gangnamenn í seinni göngum og allt var eins og það átti að vera nema að gangnastjórinn féll af baki og laskaði á sér handlegg, vonandi ekki alvarlegt. En svona hlutir geta alltaf gerst.

Guðbjörg er sem betur fer orðin hress en hún var sl. viku veik heima og fékk ælu og magapest sem var alveg ferlega vond. Vona að það verði ekki margir sem fá þetta.

En það er alltaf nóg að gera, ég er að skrifa og við erum líka að lesa yfir smásögur og handrit sem Töfrakonur eru að fá í hendur þessa dagana og vonandi komast út fyrir jólin. Má til með að láta eina mynd af Halldóri mínum fykgja með, svolítið spes :) En ég læt fylgja með gamalt ljóð um Halldór hestamann ;)

Hestamaðurinn.

 

Hestamaður

helst vil vera,

heiðar smala,

margt að gera.

Þeysa eftir þægum

skjátum,

á þýðum hesti

eftirlátum.

Ríða frjáls um

fagran geim.

Fara síðan

Aftur heim.

 

Eiga fáka,

alla stóra,

eftirláta

fyrir Dóra.

Klára þenja á

keppnisvöllum,

komast síðan

fram úr öllum.

Stelpur munu

brosa breitt.

Bregðast mun þá

ekki neitt.

 

Birgitta H. Halldórsdóttir.

05.09.2011 13:06

Haust


Nú líður að hausti og þá kemur bæði þessi leiðinlegi tími þegar maður verður að ákveða hver á að lifa og hver ekki, en líka skemmtilegi tíminn sem maður á með lömbum og folöldum sem "voru valin". Hef ykkur að segja aldrei verið æst í að leika Guð.En folöld eru bara einfaldlega dásmleg og ég bara verð að setja inn einhverjar myndir frá því í sumar.Þessar elskur eru nú öll staðsett í Tungunesi og verða vonandi eitthvað áfram en fyrsta mál á dagskrá er að ná heim sauðfénu.Vonandi telst heyfengur þetta árið þannig að ekki fari öll strax til himna og voandi getum við líka selt einhver. Hver veit?

05.09.2011 13:03

Sjálfsrækt er sjálfsögð


Hæ,hæ.

Ákvað að setja hérna inn eldgamla þýðingu sem á alveg heima hjá okkur í dag,svona sannleika sem er okkur alltaf nýtilegur :)


Þú getur breytt lífi þínu.

 

            Þinn heimur er eins og þú skynjar hann alveg eins og minn heimur er eins og ég skil hann. Þú getur breytt þínum heimi eða útliti hans ef þú raunverulega vilt það. Í rauninni ertu alltaf að gera það í undirvitundinni. Það er samt sem áður mun meira sannfærandi og ánægjulegra ef þú getur gert það meðvitað. Það er hægt og það eru ýmsir möguleikar til að gera það. Það er þinn eigin sannleikur sem ákveður hvernig þú skynjar heiminn. Hugsanir þínar gera þig að því sem þú ert. Hugsanir eru mjög voldugar og áhrifameiri eftir því sem þú hefur meiri orku.

 

            Ef þú ert óhamingjusamur með líf þitt af einhverjum ástæðum, þá verðurðu vonandi ánægður að heyra að þú getur breytt lífi þínu á hvern hátt sem þú vilt. Fljótlegasta og áhrifamesta leiðin til að gera þetta er að vera í sambandi við andlegan leiðbeinanda sem vill vinna með þér þar til þú hefur lokið að breyta öllu sem þú vilt. Þú getur sjálfur gert þessar breytingar, en það er auðveldara ef þú hefur aðstoð. Hér er kenningin um hvernig þetta virkar. Það eru vissir frasar og setningar sem þú endurtekur sífellt þar til skynjun þín meðtekur efni frasanna og setninganna. Þetta eru kallaðar yfirlýsingar og venjulega skýra þær sig sjálfar. Þær eru alltaf jákvæðar og hafa áhrif á orkubirgðir á jákvæðan hátt til að breyta lífi þínu. Til dæmis: "ÉG ER JÁKVÆÐUR" Þessi frasi gerir hugsanir þínar jákvæðar ef þú endurtekur hann í sífellu með reglulegu millibili. Ef þú hefur neikvæðar hugsanir eða tilfinningar getur þú losnað við þær með þessari yfirlýsingu

 

            Eftirfarandi listi hefur að geyma gagnlegar, almennar yfirlýsingar.

 

            ALLT ER ANDI.

            ÉG ÞIGG FYRIRGEFNINGU ÞEGAR ÉG FYRIRGEF.

            ÉG ER.

            ÉG ER LJÓS.

            ÉG ER FARVEGUR ANDANS.

            ÉG ER LEIÐTOGI.

            ÉG HEF ANDLEG YFIRRÁÐ YFIR ÖLLUM HLUTUM

            ÉG ER EILÍF SÁL Í EFNISLÍKAMA

            ÉG ER FORDÆMI FYRIR AÐRA

            ÉG ER EINS OG GUÐ SKAPAÐI MIG

            ÉG LIFI Í FRIÐI

            ÉG ER MEÐVITAÐUR

            ÉG ER LOGN

            ÉG ER HÆFUR

            ÉG ER ÁHYGGJULAUS

            ÉG ER HREINN

            ÉG ER HEILL, ALGER

            ÉG ER ÖRUGGUR

            ÉG ER SKAPANDI

            ÉG ER ÁKVEÐINN Í AÐ SJÁ Á ANNAN HÁTT

            ÉG ER KRAFTMIKILL

            ÉG ER ORKA

            ÉG ER KALLAÐUR TIL KRAFTAVERKA

            ÉG ER DYGGUR

            ÉG ER FRJÁLS

            ÉG ER FULLUR AF LÍFSÞRÓTTI

            ÉG ER FULLUR UNDRUNAR

            ÉG ER HAMINGJUSAMUR

            ÉG ER HEILBRIGÐUR

            ÉG ER BJARTSÝNN

            ÉG ER Í JAFNVÆGI

            ÉG ER GLAÐUR

            ÉG LIFI Í TVEIM HEIMUM Á SAMA TÍMA

            ÉG ER ÁST

            ÉG ER ELSKAÐUR

            ÉG ER HEPPINN

            ÉG ER ALDREI EINN

            ÉG ER EKKI ÞESSA HEIMS

            ÉG ER EITT MEÐ ÖLLUM ANDLEGUM BRÆÐRUM

            ÉG ER EITT MEÐ ÖLLU

            ÉG ER JÁKVÆÐUR

            ÉG ER ÞRÓTTMIKILL

            ÉG ER STOLTUR AF ÞVÍ SEM ÉG HEF AFREKAÐ NÚ ÞEGAR

            ÉG ER TÆR

            ÉG ER AFSLAPPAÐUR

            ÉG ER SJÁLFSÖRUGGUR

            ÉG ER EINLÆGUR

            ÉG ER ANDLEGUR

            ÉG ER ANDLEGA OG VERALDLEGA RÍKUR

            ÉG ER STERKUR

            ÉG ER FARSÆLL

            ÉG ER TILBÚINN AÐ VEITA STUÐNING

            ÉG ER VISS

            ÉG ER SANNFÆRÐUR UM KÆRLEIKA GUÐS

            ÉG ER ÞAÐ SEM ÉG ER

            ÉG ER LÍFIÐ

            ÉG ER LJÓS HEIMSINS

            ÉG ER MIKILVÆGASTA PERSÓNA Í HEIMINUM FYRIR MIG

            ÉG ER VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ

            ÉG ER ÓVIÐJAFNANLEGUR

            ÉG ER ÁSTRÍKUR

            ÉG ER ÞAÐ SEM ÉG HUGSA

            ÉG ER HEILD

            ÉG ER REIÐUBÚINN

            ÉG ER FÚS AÐ SJÁ ÞAÐ SEM ÉG LEITA AÐ

            ÉG ER VITUR

            ÉG ER LAUS VIÐ SYND

            ÉG ER UNGUR

            ÉG GET RÁÐIÐ VIÐ HVAÐ SEM HENDIR MIG

            ÉG GET GERT HVAÐ SEM ÉG VIL

            ÉG GET HEILAÐ SJÁLFAN MIG OG AÐRA

            MÉR MISTEKST EKKI

            ÉG GET SÉÐ

            ÉG KÝS AÐ SJÁ

            ÉG ÞARF EKKI SEKTARKENND

            ÉG NÝT ÞESS SEM ER FYNDIÐ

            ÉG FYRIRGEF VERÖLDINNI OG SENDI HENNI ÁST

            ÉG HEF SKÝRLEIKA

            ÉG HEF STEFNU

            ÉG Á VINI

            ÉG HEF HEILANDI ORKU

            ÉG HEF ENGAR TAKMARKANIR

            ÉG HEF TILGANG

            ÉG ELSKA LÍKAMA MINN

            ÉG OPNA HUG MINN

            ÉG DEILI FRIÐI MÍNUM MEÐ ALLRI JÖRÐINNI

            LÍFIÐ ER FULLT AF ÁSKORUNUM

            ÁST ER ALLT SEM ER

            HAMINGJA MÍN BLESSAR JÖRÐINA

            ÍMYNDUNARAFL MITT ER ÞAÐ SEM ÞARF

            INNBLÁSTUR KEMUR FRÁ MÍNU HÆRRA SJÁLFI

            SKOÐANIR MÍNAR ERU MIKILVÆGAR

            AÐEINS FYRIRGEFNINGIN GERIR KRAFTAVERK

            ANDLEGAR OG EFNISLEGAR ALSNÆGTIR ERU NÚ ÞEGAR MÍNAR

            ÞAÐ ER ENGINN DAUÐI TIL

            ÞETTA ER VERÖLD MÍN

            ÞAÐ SEM ÉG HUGSA, ER

 

            Sumar staðhæfingarnar eru sérstaklega fyrir sjálfsheilun. Ég ætla ekki að taka þær fram sérstaklega en vil benda þér á  bók sem heitir "Heal Your Body" eftir Louise L. Hay. Það er frábær lítil bók notuð af þúsundum fólks í mörg ár.

 

            Ég hef verið tilætlunarsamur við þig að ætlast til að þú vitir hverju þú vilt breyta í þínu lífi, afleiðingar breytinganna, hvað þú vilt hafa í staðinn fyrir það sem þú hefur og hvaða tími er réttur fyrir þessar breytingar. Það eru margir hlutir sem ráðgjafinn (leiðbeinandinn) getur fundið út fyrir þig. Samt verður þú að vinna vinnuna sjálfur. Ráðgjafinn stýrir þér og hjálpar þér að þokast nær markinu. Það hjálpar alltaf að hafa einhvern sem hvetur þig og segir þér sitt álit. Ef þú sameinar orku þína við einhvern annan  þá hefurðu orku á við fjóra svo árangurinn kemur fyrr í ljós. Leiðbeinendur eða andlegir ráðgjafar er alltaf mjög meðvitað fólk og þess vegna eru þeir kraftmeiri en þú einn. Orkan sem þú getur nýtt á þennan hátt, ef þú nýtur aðstoðar leiðbeinanda, eykur árangur þinn gífurlega.

 

            Þú getur búið til þínar eigin yfirlýsingar um allt sem þú vilt breyta í þínu lífi en mundu að hafa þær alltaf jákvæðar og láttu þær aldrei fela í sér neitt sem getur verið slæmt fyrir þig eða neina neikvæðni. Til dæmis máttu ekki segja: "Kvefið er að batna". Þú mátt ekki nefna orðið kvef, vegna þess að það gefur til kynna að þú sért raunverulega með það. Segðu heldur: "Nefið á mér er hreint" eða " Andardráttur minn er hreinn og tær" Notaðu þetta hversu slæmur sem þú ert af hósta og trúðu því sem þú segir. Í fyrstu er erfitt að gera þetta, en þegar þú upplifir kraft þinn þá eykst traust þitt og þess vegna verðurðu enn kraftmeiri.

 

            Vinkona mín hafði verk í kviðarholinu. Hún fór til læknis sem sendi hana á sjúkrahús til rannsóknar. Henni var sagt að hún væri með blöðrur á eggjastokkunum og ætti að koma eftir mánuð í skoðun og láta fjarlægja þær. Hún fór til andlegs leiðbeinanda. Með hjálp frá honum og með ákveðnar yfirlýsingar sem hún þurfti til að láta blöðrurnar hverfa, voru þær horfnar þegar hún kom aftur á sjúkrahúsið mánuði seinna. Hún hafði ekki lengur þörf fyrir uppskurð og hún hafði sjálf losað sig við blöðrurnar. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum þess sem hægt er að gera. En fjölda fólks skortir einlægni og hugsanir þeirra eyða tíma þeirra. Fáir rithöfundar segja frá mistökunum en þau eru mörg. Flestir segja eingöngu frá velgengninni. Mín ráð eru að þú sért algerlega viss um hvað þú ert að gera. Ef þú ert ekki viss leitaðu þá ráðlegginga hjá einhverjum sem hjálpar fólki á þennan hátt.

 

            Ef heilsa þín er góð þarftu ekki að leita hjálpar á þennan hátt. En það eru kannski aðrar hliðar lífsins sem þú vilt breyta. Ef þig langar í eitthvað, sjáðu þá sjálfan þig fyrir þér, að þú hafir hlutinn, notir hann og njótir hans. Því skýrari sem myndin er í huga þér, því fyrr kemur hún til þín. Oft á tíðum þarftu að hafa mikið fyrir því að öðlast það sem þig langar, en eftir því sem þú þráir það meira, þeim mun auðveldara er það. Ég skal segja þér bjánalegt dæmi en það er satt. Ég var að borða Kit Kat súkkulaðikex og þá mundi ég eftir því að sem barn hafði ég einu sinni fengið Kit Kat sem var bara súkkulaði. Það var ekkert kex inní því. Ég hugsaði um þetta lengi og óskaði þess að ég gæti aftur fengið eitt slíkt. U.þ.b. tveim mánuðum seinna keypti ég mér Kit Kat og fann að það var hreint súkkulaði. Ég vissi hvað ég hafði óskað og treyst því að það gerðist. Ég hafði séð sjálfan mig í huganum borða svona súkkulaði. Tveim vikum seinna fékk ég aftur eitt af þessum sjaldgæfu Kit Kats súkkulaði. Það kvöld sagði ég vinkonu minni frá þessu og hún sagðist aldrei hafa lent á svona súkkulaði. Ég lofaði að leyfa henni að smakka næst. Viku seinna lenti ég á einu og gaf henni með mér.

 

            Einföld dæmi sýna okkur hvernig þetta virkar og einnig aflið sem við búum yfir. Afl sem við getum notað okkur til farsældar. Þetta gallaða kex er fágætt en það er til. Margir fá aldrei neitt í sínu lífi og líkurnar á að fá eitt tveim mánuðum seinna eru litlar. Líkurnar á að fá annað tveim vikum seinna eru enn minni og að fá þriðja súkkulaðið viku eftir það. Það eru stjarnfræðilega litlar líkur á því. Margar bækur hafa verið skrifaðar  um afl jákvæðra hugsana og ég er viss um að það er hægt að prófa þetta á margan hátt. Það skiptir ekki máli hverju þú vilt breyta í þínu lífi svo framarlega að það sé jákvætt. Ég hef breytt mínu líkamlega útliti oft og jafnvel breytt litnum á hárinu á mér án þess að lita það. Þú getur gert það sama en ég ráðlegg þér að tryggja þér hjálp andlegs leiðbeinanda.

 

            Ert þú, að eigin áliti, of þungur? Hefur þú hæfileika til að líta á rjómaköku eða súkkulaði og bæta á þig kílói? Þú ert ekki einn um það. Það eru miljónir manna um allan heim sem hafa sama hæfileika. En þó að þú vildir losna við þetta þá er fjöldi fólks sem vildi hafa þennan eiginleika. Horað fólk vill þyngjast en feitt fólk vill losna við kílóin. Fólk með slétt hár vill hafa liðað og fólk með liðað hár vill hafa slétt. Andlegur leiðbeinandi getur hæglega hjálpað þér með viktina. Þar sem ég gat breytt andlitslögun minni þá getur þú lært að breyta hárinu á þér eða hverju öðru sem þú vilt breyta.

 

 

 

 

                             Sálarhugsanir.

 

            Hvað sem þú segir, hugsar, skrifar, málar, teiknar og svo frv. kemur vegna þess að þú hefur tjáningarþörf. Þú ert algjörlega, þá á ég við líkamlegt ástand þitt, eins og þér líður á sálinni. Ég kalla þetta "Sálarhugsanir". Þú ert algjörlega eitt með alheiminum og sál þín er ekki aðskilin frá öðrum sálum. Þess vegna hefurðu nákvæmlega sömu sálarhugsanir og aðrir og þú ert einungis frábrugðinn að því leiti hvernig þú lætur hugsanir þínar í ljós.

 

            Eins og þú veist þá skrifa ég ljóð og söngva, það er mín leið til þess að láta mínar sálarhugsanir í ljós. Hvert ljóð eða söngur hefur að minnsta kosti eina sálarhugsun sem liggur að baki og hver sál hefur sína túlkun á hugsuninni. Það getur verið flókið, vegna þess að túlkunin sem ég hef fyrir sálarhugsanir er sannleikur fyrir mig, en ekki endilega fyrir þig. Það getur verið margföld túlkun sem er sönn fyrir ólíkt fólk. Það er einnig erfiður eiginleiki í þessum sálarhugsunum. Fyrir einn getur túlkunin  breyst samkvæmt staðreyndum. Svo að einn daginn getur túlkunin verið á þennan hátt en á annan hátt næsta dag.

 

            Þú spyrð kannski: Hvernig notarðu þessar sálarhugsanir? Það eru nokkrar leiðir til að nota þær. Þú getur notað þær sem innblástur í djúpri sköpun þinni, þú getur notað til að skilja sannleikann um sjálfan þig og þú getur notað þær sem yfirlýsingar. Hér er aðferð sem þú getur notað til að afhjúpa sannleikann um sjálfan þig.

 

1) Sittu á stól með hörðu baki og hafðu augun lokuð.

 

2) Slakaðu á og andaðu inn um nefið og út um munninn.

 

3) Biddu leiðbeinendur þína um númer frá 1 til 27.

 

4) Taktu fyrsta númerið sem kemur í hugann.

 

5) Lestu sálarhugsunina sem er samsvarandi númerinu.

 

6) Spurðu leiðbeinendurna um merkinguna sem er sannleikur fyrir þig.

 

7) Eftir um það bil þrjár mínútur skaltu opna augun og skrifa niður eins mikið niður af merkingunum og þú getur. Reyndu ekki að skrifa samkvæmt skynsemi þinni, taktu aðeins það sem kemur frá tilfinningunum.

 

8) Lestu yfir það sem þú hefur skrifað.

 

            Þú getur aðlagað þessa tækni að yfirlýsingum um ákveðinar spurningar í huga þér þegar þú biður leiðbeinendurnar um númer. Túlkunin sem þú færð er trúlega svar við spurningu þinni. Hér fylgir listi með 27 sálarhugsunum. Sumar hafa úrtak túlkana til að tengja en sumar standa einar og sér. Þú getur prófað að semja ljóð eða söng með þessar sálarhugsanir að leiðarljósi eða þú getur hugsað um þær þegar þú ert að krota eða teikna.

 

            Þessar sálarhugsanir eru frábærar.

 

1)"ÉG ER HÉR FYRIR MIG"

 

Ef þér finnst þú vera hér fyrir einhvern eða eitthvað annað þá hugsaðu málið betur.

 

2)"ÁST ER STERKASTA TILFINNINGIN"

 

Ástin þekkir engin mörk.

 

3)"TREYSTU TILFINNINGUM ÞÍNUM"

 

Fólk reynir að blekkja þig með orðum en sannleikurinn er það sem þú finnur.

 

4)"SKOÐAÐU HVATIR ÞÍNAR, JÁTAÐU SANNLEIKANN"

 

Augljós hegðun í kærleika og ást er túlkað sem sjálfselska. En þetta er eins og það á að vera.

 

5)"ÞÚ VEIST MEIRA EN ÞÚ HELDUR"

 

Stundum segirðu eitthvað sem þér finnst vera ósatt, aðeins til að finna hvernig það var, er eða getur verið sannleikur.

 

6)"ÉG ER HÉR TIL AÐ LÆRA, ÞAÐ GETUR VERIÐ SÁRT".

 

Þú ert hér til að læra sannleikann og sannleikurinn særir oft.

 

7)"AÐGÆTTU HVAÐ ÞAÐ ER SEM GERIR ÞIG RAUNVERULEGA HAMINGJUSAMAN"

 

Þú þarft aldrei að vera óhamingjusamur. Líttu á vandamálin sem reynslu til að læra af, hvað sem öðru líður, þú valdir þetta.

 

8)"HVAÐ ÞÝÐIR ÁSTIN FYRIR MIG"

 

Þú getur verið viss um að ástin þýðir ekki það sama fyrir alla.

 

9)"FYLLSTA HOLLUSTA MÍN ER FYRIR MIG"

 

Ef það er erfitt fyrir þig að treysta sjálfum þér, hvernig geturðu þá treyst öðrum?

 

10)"ÉG GET HAFT ALLT EINS OG ÉG VIL, VILJI ÉG ÞAÐ RAUNVERULEGA"

 

Ef þú vilt eitthvað í raun þá áttu þér markmið og ef þú beinir allri þinni orku til að ná settu marki þá geturðu það

 

11)"MÓÐURÁSTIN ER ENGU LÍK"

 

Hugsaðu um samband þitt við móður þína, geturðu hugsað þér slíkt samband við einhvern annan?

 

12)"ORÐ ERU MJÖG ÁHRIFAMIKIL"

 

Eitt orð, sagt á réttum tíma getur breytt öllu þínu lífi. ósagt orð getur einnig breytt öllu lífinu.

 

13)"EF EITTHVAÐ ER ÞESS VERT AÐ FÁ ÞAÐ, ÞÁ ER ÞAÐ ÞESS VERT AÐ BÍÐA EFTIR ÞVÍ"

 

Til þess að fá það sem þú óskar þarftu stundum að leggja hart að þér. Eins og öldungurinn sagði:  Það sem er fyrir þig, fer ekki frá þér. Við skulum bæta við ... nema þú látir það fara.

 

14)"SÆKIR SÉR UM LÍKAN"

 

Ef þú ert neikvæður dregurðu til þín neikvæðni. Ef þú ert jákvæður munt þú uppskera jákvæða hluti.

 

15)" HVAÐ FINNST MÉR UM AÐ VERA ELSKAÐUR?"

 

svarið við þessari spurningu breytist með tímanum.

 

16)"HVAÐ LÆRI ÉG AF LÍFINU?"

 

Það eru margar leiðir í lífinu til að læra en venjulega hafa þær í för með sér vandamál inn í líf þitt. Þú getur aðeins séð í öðrum hvað þú hefur eða hefur haft í sjálfum þér.

 

17)"AÐ GEFA ER AÐ ÞIGGJA"

 

Þetta er samkvæmt lögmálum alheimsins - allt kemur til baka.

 

18)" ÉG ÞEKKI FJÖLSKYLDU MÍNA"

 

Oft sé ég manneskju, kannski á ókunnum stað, og ég veit að þarna er eitthvað sérstakt, fyrir mig, um þessa menneskju.

 

19)"TREYSTU TILFINNINGUM ÞÍNUM FYRST"

 

Oft er það sem þú sérð ekki það sama og þú finnur. Þú getur séð grímu en tilfinningarnar eru raunverulegar.

 

20)" SPÁMAÐUR VEIT"

 

Þú veist ekki hvernig þú veist en þú veist.

 

21)"ÞÚ ERT ALDREI EINN"

 

22)ÞÚ HUGSAR ÞAÐ Í HÖFÐINU, FINNUR ÞAÐ Í MAGANUM.

 

23) ÁÐUR EN ÞÚ LÆRIR AÐ VERA EITT MEÐ ÖLLU VERÐURÐU AÐ LÆRA AÐ VERA EINN MEÐ SJÁLFUM ÞÉR.

 

24) NÚIÐ ER RAUNVERULEIKI, ÁN FORTÍÐAR OG FRAMTÍÐAR, ÞAÐ ER UPPHAFIÐ AF HINUM EILÍFU ÞAKKLÁTU LYGUM.

 

25) HUGSANIR MÍNAR GERA MIG AÐ ÞVÍ SEM ÉG ER.

 

26) FULLKOMNUN ER RAUNVERULEG, ÓFULLKOMNUN ER ÓSÖNN.

 

Raunveruleiki er alltaf til og hefur sínar ástæður.

 

27) EKKERT RAUNVERULEGT ER ÓGNANDI, EKKERT ÓRAUNVERULEGT ER TIL.

 

            Þegar þú ert að hugleiða inn á þessar sálarhugsanir finnurðu ef til vill þörf til þess að hugleiða lengri tíma, kannski fimm, tíu, fimmtán mínútur eða meira. Það er margt líkt með sálum hvort sem þær eru í efnislíkama eða ekki. Þetta hjálpar þér til þess að hugsa með lengra komnum sálum vegna þess að raunverulega er enginn aðskilnaður milli þinnar sálar og þeirra.

 

            Það er margt fleira í þessum sálarhugsunum en sést við fyrstu sýn, fleiri og fleiri eiginleikar eftir því sem þú hugsar meira um þær. Ég hef enn ekki afhjúpað allt um tilganginn. Eins og aðrir sem eru andlega sinnaðir viltu skoða þær fyrir þig. Að sjálfsögðu eru langtum fleiri sálarhugsanir en á þessum lista og þú getur skemmt þér við að finna sálarhugsanir fyrir þig til að nota á sama hátt og ég lýsi hér.

 

                                    Vandamál í lífi þínu.

 

            Allir eiga við einhver vandamál að stríða í sínu lífi en þessi vandamál hafa öll sinn tilgang. Sum eru smá sem er auðvelt að leysa úr, sum eru ekki svo lítil og ef til vill erfiðara að leysa úr og sum eru svo stór að það virðist vonlaust að leysa þau. Þessi risastóru vandamál eru stundum svo erfið að þig langar helst að flytja í annað hérað eða annað land. Ef þér líður þannig þá staldraðu við og hugsaðu áður en þú flytur.

 

            Öll vandamál sem þú hefur hafa verið sett þarna af sjálfum þér, oft af undirvitundinni, en sum meðvitað. Hugsanir þínar, tilfinningar og geðshræringar eru mjög kraftmiklar og hafa áhrif á líf þitt. Þarna er ekki á ferðinni nein fánýt hugsun. Þær hafa allar form og að minnsta kosti eina hlið. Vandamálin eru til staðar til þess að þú lærir um sjálfan þig og þroskist andlega. Vandamálin eru þarna til að kenna þér og þegar þú hefur lært lexíuna þarftu ekki á vandamálinu að halda, en þangað til verður vandamálið til staðar í þínu lífi. Ef þú flytur í annað land þá fer samt sami tími í sama vandamál, eða svipað. Það verður skapað það ástand að þú getir lært það sem þú átt eftir af lexíunni.

 

Þegar þú gerir þér grein fyrir hve öflugar hugsanir þínar eru, þá skilurðu að þú getur gert allt sem þú vilt. Þú munt sjá hve frábæra sköpunargáfu þú hefur og frjórra ímyndunarafl en þú hélst að væri mögulegt. Þú getur breytt öllu í þínu lífi ef þú getur breytt hugsunum þínum, löngunum og trú. Sálarhugsanir þínar geta opnað allan heiminn fyrir þig. Vandamál í lífi þínu eru til að kenna þér um sjálfan þig og hvernig þú þroskast andlega og þau eru sköpuð af sjálfum þér til þess arna.

 

                                    Lauslega þýtt úr bókinni "THIS IS MY WORLD"

                                    eftir Kenny Ensor.

 

 

 

  • 1