Lærðu að elska þig

     

 

Lærðu aðelska þig, þerapía samin og kennd af Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur

 

Hvað hefurbreyst í mínu lífi eftir að ég fór í þerapíuna?

 

Í byrjunnóvember sl. fór ég í fyrsta tímann hjá Ósk. Það hafði verið mælt mjög mikiðmeð þessari konu við mig af vinkonu minni sem var byrjuð í þerapíunni dálitluáður og hafði einnig hitt Ósk á Balí og heillaðist alveg af henni, útgeislunhennar og vinnu.

Ég upplifðimig á vondum stað á þessum tíma. Ég var verulega uppá kant við strákinn minn,samband okkar var algjörlega í molum og ég fann að ég var farin að hafaskoðanir og álit á því sem mér kom als ekki við. Ég var brjáluð út í hann fyrirað vera í glötuðu sambandi við glataða stelpu (að mínu áliti)í 20. Skiptið.Venjulega hafði ég haft umburðarlyndi en þarna var hann farinn að ganga yfiröll mín mörk (sem ég greinilega leyfði) og ég var farin að hugsa leiðinlega tilhans og segja hluti sem eru ekki venjulega til í minni orðabók. Hausinn á mérvar fullur af bulli, ég var ósátt við manninn minn sem var ekki sammála mér um hvaðstrákurinn væri ómögulegur. Mér fannst allt bitna á stelpunni minni, ég fann aðég var orðin verulega óánægð með sjálfa mig á öllum sviðum. Fannst ég ekki hafastjórn, ekki vera að standa mig og var greinilega ekki að greina bullið íhausnum á mér frá því sem raunverulega var. Ég var að draga ákvarðanir sem égvissi að ég yrði að taka og mér fannst ég bara, gömul, feit, ljót og glötuð. Égvissi samt alveg að þetta var bara líðan og enginn gæti hjálpað mér úr henninema ég. Ég var að hugsa um að fara til sálfræðings en þá mundi ég eftir Ósk ogöllu hólinu sem vinkona mín hafði borið hana, svo ég hafði samband við hana,fékk tíma og lífið byrjaði að breytast.

Það varofboðslega gott að fá þessa hjálp. Þarna var ókunnug kona, staðsett á Balí aðskypa við mig og skoða lífið mitt á hlutlausan hátt. Ég fór að vinna undirhennar leiðsögn og strax eftir fyrsta tímann fann ég að þetta var lausnin fyrirmig. Ég fann strax leiðina að fallegu, sterku mér en ég var komin töluvertlangt frá henni. Strax eftir fyrsta tímann lagaðist sambandið við strákinn minnog við erum bestu vinir í dag, sjö mánuðum seinna. Auðvitað heldur hann áframað kenna mér á sinn fallega hátt en ég er sem betur fer búin að læra margt áþessum tíma svo að lífið hefur breyst mikið.

Strax og égfór að vinna í því að elska mig, fann ég innri ró. Það var ekkert auðvelt aðhorfast í augu við margt af því sem var liðið, en ótrúlega hratt lagaðist lífiðog það sem hafði valdið mér endalausum sárindum(þegar það poppaði upp) gerirþað ekki lengur. Ég finn bara að mér koma hlutir ekki við og það er mikluauðveldara að vera í jafnvægi, setja sig í fyrsta sætið, elska sig og leyfaöðrum að vera það sem þeir velja.

Setningareins og: Það sem þú segir um aðra ertu að segja um þig og þegar þú dæmir aðraertu að dæma þig, hafa hjálpað mér mikið og ég æfi mig og æfi að halda orkunniuppi og nota meðvitundarkortið alla daga.

Ég var ekkibúin að vera marga tíma í þerapíunni þegar ég gerði mér grein fyrir að miglangaði til að læra hana. Mér finnst hún reyndar vera þannig að allir og égmeina ALLIR ættu að fara í gegnum hana. Vonandi fer hún inn í skólana, allavegasem valáfangi, það væri gott. En ég var svo heppin að Ósk kom heim í apríl sl.og ég komst þá á kennaranámskeið. Það eins og þerapían sjálf var mjöglærdómsríkt.

Þegar éggerði verkefnið "Galdralíf" breyttist ofboðslega margt hjá mér. Þetta varfrábær tími að sleppa huganum lausum, galdra endalaust og hugsa sér að maðurgæti bara gert allt, unnið allt, ferðst allt, breytt öllu eftir sínu höfði.Niðurstaðan var gríðarlega góð tiltekt í eigin haus og ég komst að því að þaðsem ég raunveruelga vil er flest inní mínu lífi og ætti ekki að veraóyfirstíganlegt að fá það sem uppá vantar . Góð niðurstaða. Ég er líka búin aðkomast að því að með þessari frábæru vinnu er auðvelt að breyta því sem maðurvill breyta mjög hratt.

Á þessum sjömánuðum hefur mjög margt gerst. Ég hef breyst, er búin að taka niðursólgleraugun og sjá hvað er bull og hvað ekki. Þeir sem hafa bullað hvað mest ímér eru frekar fúlir með nýju mig en hinir og þar með talið kjarnafjölskyldaner mjög ánægð. Sjálf er ég alsæl og eins og ég segi vildi óska að allir íheiminum færu í gegnum þessa þerapíu sem svo augljóslega lítur alheimslögmálumog virkar algjörlega og stendur ein og sér. Það er gott til að vita þegar framí sækir og maður fer sjálfur að kenna þerapíuna að vita að hún stenduralgjörlega fyrir sínu ein og sér og það sem maður sjálfur hefur umfram er þábara bónus.

Það er svomargt sem ég skil í dag og er þakklát fyrir. Ég hef líka stygið skref sem vorunauðsynleg. En fyrst og fremst og það allra besta er að ég elska mig í dag þaðmikið að ég get staðið ein og óstudd fyri mínu. Ég þarf ekki hækjur eðaafsakanir. Ég veit hvað ég vil og hver ég er. Ég veit líka að ég kemst þangaðsem ég vil. Ég veit líka að núna mun ég verða mun færari um að hjálpa öðrum,verða betri heilari/kennari og það sem ég skrifa og skapa fer á annað stig. Þaðverður ég og það sem ég elska.

Meðþerapíunni náði ég stjórn á lífinu mínu aftur, ég er farin að velja það sem MIGlangar og leyfi ekki öðrum að sýna mér virðingarleysi eins og ég gerði. Ég skilí dag að aðrir munu ekki koma fram við mig á annan hátt en ég geri sjálf. Tilað aðrir virði mig þarf ég að virða mig sjálf. Til að aðrir elski mig þarf égað elska mig sjálf og til að aðrir hlusti á mig þarf ég að hlusta á mig sjálf.Stundum hef ég verið hrædd við breytingar og verið hrædd um að vera yfirgefin,nú fagna ég breytingum og veit að ég þarf ekki að vera hrædd við höfnun,einmanaleika eða annað slíkt, nema ef ég dett í þá gryfju að gera það sjálf. Égvel að standa með mér, taka ábyrgð á mér og elska mig. Ég hlakka ekkert smá tilað vinna með þessa þerapíu í framtíðinni.

Ég er nóg

Ég er þessvirði

Ég á skilið

Ég get

Ég hef á sl.7 mánuðum breytt lífi mínu mjög mikið. Ég er afar þakklát fyrir það, fyrirhjálpina frá Ósk, fyrir þerapíuna og fyrir sjálfa mig að hafa staðið upp ogákveðið að elska mig. Ég veit að ég á eftir að fá að vinna með fólk um langahríð, bæði í gengum "Lærðu að elska þig" og reikiheilun. Ég veit líka aðreikinámskeiðin mín verða betri með betri líðan minni þó að reiki sé eins ogþessi þerapía, lúti alheimslögmálum og standi algerlega eitt og sér, fullkomið.Það er mikil hamingja fyrir mig að hafa þessi dásamlegu tæki í mínu lífi.

En þó að margthafi breyst í mínu lífi þá er margt sem ég ætla að breyta fleira og ég hlakkatil að takast á við það. Hlakka til að skapa allt það sem mig langar og njótaþess sem mig langar að njóta. Ég er staðráðin í að gera bara það sem ég elskaog hlusta alltaf á innsæið mitt. Þær æfingar hafa gert mér einnig mjög gott.

Ég hlakkatil að endurskrifa reikiglósurnar mínar með hliðsjón af því hvernig mér líður ídag. Hlakka til að skrifa efni á andlegum nótum og hlakka til að segja fólkifrá minni upplifun og hvað það er í lífinu sem hefur hjálpað mér að komastþangað sem ég vil. Lífið er dásamlegt og svo margt að hlakka til. Ég lærði aðelska mig og mig langar að kenna öðrum að læra að elska sig. Ég lærði að heilamig og ég vil einnig kenna öðrum að heila sig. Að heila sig með því að elskasig er fullkomið. Þú sem lest, gefðu þér gjöf. LÆRÐU AÐ ELSKA ÞIG.