Búskapurinn
Ekki alveg venjulegir reiðskjótar:)Við á Syðri-Löngumýri búum blönduðu búi með kýr, kindur, hross og bordercolliehunda. Kannski erum við frekar gamaldags með gamlar byggingar og ekki sérlega tæknivædd miðað við sem er víða í dag. En við erum ánægð :) Á eftir er lýsing á búskapnum fyrir kreppu.


                                        Gæðastýring Löngumýrarbúsins syðra.


                                                          Okkur gengur allt í hag

                                                          og enginn skal því gleyma.

                                                          Sælt er að eiga sólskinsdag

                                                          í sveitinni okkar heima.

                                     

                                                          Gott er að eiga góða að

                                                          sem geta raðað orðum.

                                                          Sit ég enn á sama stað

                                                          sem ég gerði forðum.


1.       Áramótin voru víða

veðrasöm og köld.

Hjá okkur var bongóblíða

best á gamlárskvöld.


2.     Febrúar var frekar rýr

fóðrun gekk að vonum.

Loks þó báru betri kýr

í botninum á honum.


3.     Ingi vildi kaupa korn

og kannski rækta líka.

Oft hann tekur tóbakshorn

og tæmir pontu slíka.


4.     Loksins skrifar Bidda bók

best þó um hún söðli.

Var nú frúin kæn og klók

að kynnast Hauk á Röðli.


5.     Vorið kom og vindur blítt

vanga strauk á halnum.

Gróður óx og gerðist hlýtt

í góða Blöndudalnum.


6.     Bændur korni sáðu seint

sem var ekki gaman.

Ekki er þetta illa meint

en þeir stóðu saman.


7.     Lömbin komu, lítil, sæt

lífi héldu flest.

Urðu seinna svotil æt

svona kjöt er best.


8.     Eftir sauðburð orðinn mjór

Ingi, lítið skánar,

Löngumýrarliðið fór

loksins þá til Spánar.


9.     Ingi og Halldór átu hund

ættaðan frá Kína.

Lágu á ströndu litla stund

og létu nudda sína.


10.  Heyskapur gekk gríðarvel

gangur ekki forn.

Úrvalsfóður að ég tel

og svo gullið korn.


11.   Var á Hólmum vandamál

að vikta og koma á blað.

Bændur lögðu sína sál

sannarlega í það.


12.  Tungunes er besta ból

og beit þar aldrei þrýtur.

Fagurt er þá sumarsól

svæðið yfir lítur.


13.  Hrossin feit og fé á beit

Falleg sveitin lokkar.

Ástin heit og allt ég veit

í unaðsreitnum okkar.


14.  Ingi hefur svona sið

og sækir í hið nýja.

Girti mikið, gerði við

en gleymdi samt að rýja.


15.  Haustið kom með kaldri slóð

kreppan skall á landi.

Held ég þó að Húnverskt blóð

hafi allt í standi.


16.  Standa munum straumnum hjá

sterk og halda í trúna.

Við sem byggjum bakka á

Blöndu gömlu núna.


17.  Átti um jólin unaðsstundir

Ingi frekar klúr.

Heimaganginn hélt svo undir

held það bæti úr.


18.  Loka þessu litla kveri

læt hér staðarnem.

Eftir síðan árið geri

aftur, brosi og sem.