Velkomin á síðuna mína!

 
 
Velkomin á síðuna mína. Hér erum við fjölskyldan á Syðri-Löngumýri, ég sjálf Birgitta Hrönn Halldórsdóttir, maðurinn minn Sigurður Ingi Guðmundsson og börnin okkar, Halldór Ingi og Guðbjörg Pálína. Við búum hér blönduðu búi með kýr,geldneyti, kindur, hross, hænur og bordercolliehunda.Við höfum gaman af að ferðast og njótum þess að vera til. Ingi hefur mikinn áhuga á hrossum og hrossarækt og við eigum vænt stóð í Tungunesi. Hann er einnig góður með smalahundana og er glöggur á fé :) Halldór sonur okkar er með sérlega bíla- og véladellu sem kemur sér oft vel í viðgerðum og slíku. Guðbjörg dóttir okkar er dugleg að læra og dýrin eru hennar líf og yndi. Sjálf er ég haldin ýmsum þörfum sem ég verð að fá útrás fyrir. Ég get varla valið um hvort vegur þyngra að vera, bóndi, rithöfundur, reikimeistari eða Töfrakona.
 
 

Frá því að ég var barn og lærði að skrifa, hef ég haft mjög ríka þörf fyrir að tjá mig á þann máta og finnst það einbesta leiðin sem ég þekki til að skrifa mig frá hlutum, fá útrás fyrirsköpunarorku og leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Sem barnvar ég að kæfa ættingja mína og vini í misvelgerðum sendibréfum, ensíðan þróuðust skrifin út í smásögur, ritgerðir eða ljóð eftir að ég fór að fá nasasjón af slíku í skóla. Hjá mér er þessi þörf mjög sterk,þ.e.a.s. að tjá mig á pappír. Vissulega verð ég stundum mjög leið á tölvunni og forðast hana um tíma, en alltaf kemur aftur að því að égsest niður með höfuðið fullt af hugmyndum sem vilja ekki víkja fyrr en ég hef komið þeim á blað.

 
 
Þessi síða er til að koma fréttum af okkur út í veröldina, kynna okkur, hrossin okkar, Töfrakonur og margt margt fleira :)