10.12.2018 16:51

Plan fyrir 2019

Kæri þú sem lest, ég heiti Birgitta H. Halldórsdóttir og mig langar að segja aðeins frá því sem ég hef uppá að bjóða. Ég er reikimeistari og þerapisti í þerapíunni "Lærðu að elska þig" og ég býð uppá sjálfsstyrkingarnámskeiðið "Ný sýn með mínum augum". Ég býð einnig uppá meðferðir í reikiheilun og/eða lestri. Ef þig langar að vita meira eða hafa samband þér er síminn minn 8977119/4527119 og best er að ná í mig á morgnanna milli 10 og 12. Netfangið er langamyri@emax.is og svo er ég á facebook og þar er ég einnig með likesíðu sem heitir " Live in peace and love". Þið finnið mig líka á birgittahh.is.

 

Reiki: Reiki er heilun með alheimorku sem kennd er á námskeiðum og er talin í stigum. 1. stigs námskeið er ein helgi eða 3 kvöld. Þar lærir fólk að heila sjálft sig og einnig aðra. Þar er kennt að heila veik svæði og einnig orkustöðvameðferð sem er heildræn meðferð. Allir geta lært reiki. Reiki og reikiiðkun er mjög góð leið til sjálfsræktar og sjálfsheilunar. Á reikinámskeiðum fær nemandinn víxlur sem virkja alheimsorkuna og vörn fyrir öllu nema henni.

2.stigs námskeið er einnig kennt sem helgarnámskeið eða 3 kvöld. Þar lærir fólk fjarheilun. Að senda orku óháða tíma og rúmi. Á öðru stigi er einnig víxla sem virkjar kraft þriggja tákna sem fólk lærir á námskeiðinu. Einnig er kennt að vinna úr bernskunni og fortíðinni.

3. stig og meistaragráða. 3. Stig er stundum kennt eitt og sér,þeim sem vilja fullkomna kunnáttu sína í reiki en ætla ekki að vera reikikennarar. Þar er einnig víxla og bætist við meistaratákn. Orkan eykst með hverju stigi en einnig með ástundum.

Reikimeistaragráða er þjálfun hjá viðurkenndum meistara í að minnsta kosti eitt ár. Nemandinn lærir að kenna á námskeiðum með meistaranum sínum, fer í gegnum alskyns hugleiðsu- og agaprógrömm og fl. sem ekki verður tíundað hér.

 

Sjálfstyrkingarneimskeið: Býð uppá 7 vikna námskeið (hópar) sem heitir "Ný sýn með mínum augum". Kennt er eitt kvöld í viku í sjö vikur og fá nemendur verkefni sem þeir vinna á milli kvölda. Fjallað er um bænir og hugleiðslu, fyrirgefninguna, að gefa sér frelsi, lært um orkustöðvarnar og fólk áttar sig á stefnu sinni í lífinu,svo eitthvað sé nefnt. Í hvert skipti er farið í hugleiðslu og verkefnum gerð skil. Tilvalið fyrir þá sem vilja byrja nýtt ár með tiltekt í lífinu sínu. Skemmtilegt fyrir vini/vinkonur að taka sig saman og vinna saman í sjálfsrækt og sjálfsstyrkingu.

 

Þerapían "Lærðu að elska þig": Þetta námskeið er 12 skipti á ca. þriggja vikna fresti,einkatímar. Gríðarleg sjálfsvinna, þar sem kafað er í allt sem er óunnið og unnið úr því. Nemandinn fær verkefni sem hann vinnur á hverjum degi á milli tíma og síðan er farið yfir þau í tímanum á eftir.  Þerapían er samin af Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur en hún er búsett á Balí og kennir þaðan.

Einnig er hægt að fá einn og einn tíma til að vinna úr sérstökum málum og gott er að taka prufutíma svo fólk geti séð hvernig því líkar.

Heilun/lestur: Tek fólk í heilun og eða lestur (tarot)

Allar upplýsingar veiti ég síðan þeim sem hafa áhuga. Er tilbúin til að koma með námskeið (allavega á norðurlandi )ef næg þáttaka er.

Er farin að bóka og skipuleggja 2019, svo endilega hafið samband ef þið hafið áhuga.

 

 

 

 


16.02.2018 10:25

Auglýsing

Reikiheilun, lestrar og námskeið "Lærðu að elska þig"

 

Reiki er viðurkennd heilunaraðferð sem margir þekkja. Reiki er einföld aðferð sem allir geta lært. Aðferð þar sem þú lærir að virkja hæfileika þína, sjálfum þér og öðrum til góðs. Þroskar sjálfan þig og gerir líf þitt jákvæðara og gleðiríkara.

Með reiki lærir þú að koma jafnvægi á líf þitt og láta þér líða betur. Reiki er óháð trúarbrögðum, allir geta lært það og nýtt sér á margvíslegan máta.

Reiki er kennt á námskeiðum af reikimeistara og hvert námskeið er helgi eða þrjú kvöld.

Er tilbúin til að koma með námskeið á nærliggjandi staði ef næg þáttaka er. Býð einnig uppá tíma í heilun og lestri fyrir þá sem þess óska.

Er einnig að kenna námskeiðið "Lærðu að elska þig". Það er þerapía sem eru 12 tímar, tek fólk heim og kenni einnig í gegnum skype. Kennt í einkatímum og er hver tími um það bil ein og hálf klukkustund, skjólstæðingar fá síðan verkefni sem þeir vinna næstu þrjár vikur, en tímarnir fara fram á um það bil þriggja vikna fresti.  Námskeiðið "Lærðu að elska þig" er meðferð þar sem ég kenni aðferðir sem stuðla að jákvæðara sjálfsmati, auknu sjálfsöryggi, ánægjulegri lífssýn og meiri lífsgæðum. Fyrir mig sjálfa var mjög gagnlegt að fara í þerapíuna, ég lærði mikið um mig og þarna fann ég aðferð til sjálfshjálpar sem passar vel við reikið.

Hafið samband ef þið viljið fræðast um það sem ég er að gera, komast á námskeið eða fá tíma í heilun, lestri eða þerapíunni. Hægt er að fá prufutíma í þerapíunni ef óskað er. Einnig er hægt að fá staka tíma ef fólk óskar, t.d. til að takast á við vandamál sem uppá koma.

Endilega sláið á þráðinn eða sendið mér tölvupóst eða hafið samband á facebook ef þið haldið að ég bjóði uppá eitthvað sem hentar ykkur.

 

Birgitta H. Halldórsdóttir reikimeistari sími: 4527119/8977119 email: langamyri@emax.is

Lærðu að elska sjálfa/n þig, er meðferð þar sem ég kenni aðferðir sem stuðla að jákvæðara sjálfsmati, auknu sjálfsöryggi, ánægjulegri lífssýn og meiri lífsgæðum

 

  • 1