Færslur: 2011 Júní

28.06.2011 21:31

Eitthvað að frétta......

Jæja, við komumst sem sé heilu og höldnu heim á reiðskjótum okkar í dag. Er búin að komast að því að Ljósbrá, hryssan mín, er mikill eðalgripur og trasust mjög. Það besta við hana er þó hve Guðbjörg er óhrædd við hana. Hún er líka búin að fá hana lánaða til að fara á reiðnámeksið á Höllustöðum hjá þeim Helga og Barböru sem byrjar mánudaginn eftir Landsmót. Sem sé verður 4-9. júlí. Mér líst ljómandi vel á það og Lilja ætlar að sjálfsögðu líka á Byl sínum, en þau eru óaðskyljanleg og flott par.
Guðmar Magni á Eyvindarstöðum fylgdi okkur heim í dag á flotta hestinum sínum, femingargjöfinni. Þeir eru ekki síður flottir saman, félagarnir.Má til með að setja inn eina gamla og góða til að minna vini og vandamenn á hvað ég var ung, grönn og hæfileikarík á árum áður, en þessi er tekin á Leifsstöðum á góðri stund :)Og svona var nú umhorfs á Sláturhúsinu í gamla daga, en nóg um það. Hætt í bili og passa :)


27.06.2011 15:54

Löngumýrarfréttir


Landsmót og gleði í Skagafirðinum. Svo sannarlega kominn þessi hrossatími sem er svo skemmtilegur. Við erum búin að sækja hryssurnar í Tungunes og skemmta okkur yfir að skoða litrík og falleg folöld. Verð endilega að manna mig í að taka myndir og setja inn af þeim. Við eigum til dæmis moldblesótt, jarpblesótt og brúnblesótt, aldeilis gaman það. Fór meira að segja á hestbak í gær og skemmti mér vel. Fékk þessa fínu hryssu í afmælisgjöf, Ljósbrá heitir hún og er frá Magna í Árgerði. Hentar mér alveg ljómandi vel, þar sem engin hætta er á að hún hlaupi langt eða geri ófyrirséða hluti ;) Er hrædd um að slíkt væri ekki alveg að mínu skapi.
Reyndar var þessi hestatúr í gær frekar sögulegur þar sem mér tókst að skrapa mölina fram í Blöndudal að vestan dáfallega. Ég var nýbúin að skipta um hest við Guðbjörgu Pálínu, lánaði henni hryssuna en fór sjálf á hestinn hennar Baldur-Blesa. Okkur Baldri hefur alltaf samið sérlega vel enda er hann alveg steindauður þannig séð, en alger líkamsræktarhestur líka;) Málið var að hann datt svona ferlega á hné ,með þeim afleiðingum að ég skoppaði af og bar auðvitað fyrir mig hendurnar. Það logblæddi úr hnjánum á honum og ég er þannig að í morgun fékk ég að sofa út og þarf að nota hanska ef ég fer í fínni samkvæmi. En mikið skelfing er ég fegin að vera búin að skipta við stelpuna og að það var ég en ekki hún sem datt. Svona er nú vel séð um mann alltaf. 
Við riðum svo sem leið lá fram dal og yfir Blöndu og í Eyvindarstaði þar sem biðu okkar dýrindis hamborgarar og kaffi og meðlæti. Tek það fram að Fanney vissi ekkert að við værum að koma, svona eru bara alvöru húsmæður í sveit. 
Við munum svo leggja land undir hófa í kvöld og koma okkur heim, hvað sem sú ævintýraferð ber í skauti sínu. Allavega er alltaf gaman að vera með hrossunum og sennilega endum við gömlu þannig að vera að stússast í einhvejrum bykkjum og bordercolliehundum. Ekki amarlegt það.

Annars er lífið bara ljúft, mætti vera hlýrra og vantar vætu. Kýrnar eru búnar að vera úti tíu daga og við erum nýbúin að setja út kvígur. Þó hefur þessi kúpeningur nú rúllur alveg að vild og reyndar hrossin líka enda sprettur nú ekki of hratt þessa dagana. Ætla samt að halda áfram að trúa því að við fáum gott sumar og mikla uppskeru, við verðum þá bara lengur að frameftir. Allavega eru Bólhlíðingarnir farnir að sleppa í Rugludalshólfið þannig að kannski mun sá dagur upp renna að við flytjum á heiði.

Af Töfrakonum er það að frétta að Þuríður skvísa er á Landsmóti með alla okkar vörur og einnig snyrtivörur og hestasmyrslið góða. Hún og vinkona hennar ,Hrafnhildur, hófu stöðu sína í gær og munu vera alla dagana. Það er von okkar að vel seljist enda þurfum við að selja vel núna vegna þess að við erum að láta gera svo margt fyrir okkur. Barnabókin mín "Ævintýri Tvíburanna" er í prentun og kemur nú einhvern daginn. Allt skart og steinar eru nú komnar með möntrur á þýsku og fljótlega mun bæklingurinn okkar um Hveravallagull koma á þýsku líka, en við létum fyrst prenta hann á íslensku og ensku. Það eru komnar frá okkur á markaðinn nýjar alíslenskar rúnir( 16 stk. rúnirnar) sem voru notaðar hér á landi í gamla daga. Leiðbeiningarnar eru á ensku og með þeim fylgir ýtarleg bók. Þetta eru glæsilegar handunnar rúnir í leðurpoka. Svo eru komin í hús verndargripirnir okkar sem eru Höllu og Eyvindarmen. Þetta eru silfurkrossar á íslenskum hraunmola í leðuról. Alveg frábær vara, er raunverulega að finna á eign skinni að þetta eru verndargripir. Þetta er framleiðsla og hönnun frá Hrafnhildi okkar Halldórsdóttur sem einnig gerir laufin í Hveravallagullslínunni. Eins og þið sjáið erum við alveg á útopnu sem aldrei fyrr. Við erum líka að dæla út hestapeysum og fleira prjónlesi en þar eru margar hugmyndir í gangi líka. Málið er að dagurinn er alltaf of stuttur og svo margt skemmtilegt að gera en lífið er ljúft. Ég ætla líka að trúa að sumarið verði okkur Töfrakonum gott. Við þurfum á því að halda.

Annað sem ég hlakka mikið til er næsti fimmtudagur. Þá munu vinkonurnar okkar , spákonurnar á Skagaströnd, opna Spákonuhofið sitt. Get ég varla beðið eftir því. Þær eru svo flottar og að gera svo góða hluti. Við Töfrakonur munum líka vera að spá með þeim í sumar í Spákonuhofinu, sem er bara alveg æðislegt. Magt gott framundan :)

Þetta er nú það sem mig langaði til að deila í bili. Við Töfrakonur erum líka á fullu í að gera okkar eigin heimasíðu en þangað til heimsækið okkur á Facebook og skoðið þessa síðu og það sem ég hef sett inn um Töfrakonur hér. Alltaf hægt að panta og semja við okkur um heilun, spá og námskeið svo að eitthvað sé nefnt. Sendum vöru hvert sem er :)En annars bless í bili og knús í hús :)

09.06.2011 16:35

Langar í sól og hlýju

Mér finnst ennþá kalt og lítið að gerast í gróðri. Kindurnar mínar eru að verða brjálaðar að komast ekki af túni með lömbin sín, en ég held að það sé nú ekki mikið að hafa í magann utan þess. Ég trúi ekki að þetta séu ellimerki, mig langar í sól og hlýju, geta skoppað út á stuttbuxum og bol að taka til. Drekka kælidrykki í stað heitra itl að ylja sér og fá góðar fréttir.............. ég er sem sé að biðja um alvöru sumar og ég vona að það sé að koma.

Svona er lífið, fjórar lopapeysur undir gallanum eða svo ;)
Jæja, Halldór er allavega brosandi sem er gott.

En Töfrakonur voru að fá nýjar vörur. Orkusteinahálsmen eftir Hrafnhildi hönnuðinn okkar. Hálsmenin eru ný lína og eyrnalokkar í stíl fyrir þá sem hafa áhuga. Vonandi koma nýjar myndir inn á facebooksíðuna okkar í kvöld svo að endilega skoðið og pantið :)


Heimasætan :)

02.06.2011 21:46

Ó þetta er yndælt líf ............

Aldeilis frábært líf. Sit með próförk að "Ævintýri tvíburanna" og nýt þess að láta mig dreyma um þegar ég verð búin að fá hana í hendur. Þessi saga er barnasaga sem gerist í okkar góða Húnavatnshreppi og á Blönduósi en þar er framið rán í Samkaup, frekar skondið en upplýsist auðvitað. Ég vona sannarlega að þið kaupið bókina öll og gefið hana út og suður til barna sem ykkur þykir vænt um. Vonandi á hún líka heima í skólunum. Nú er verið að vinna bókina í Ísafoldarprentsmiðju og vonandi fæ ég hana í hendur fyrir mánaðarmót. Hún verður í sama broti og "Pöllusögur" sem ég vona að flestir þekki. Mér finnst alveg yndislegt að skrifa fyrir börn og vonandi fær tvíburabókin mín það góðar viðtökur að ég get haldið áfram, enda er ég byrjuð að skrifa annað handrit um ævintýri þessara skemmtilegu krakka. Svona til upplýsingar fyrir ykkur þá gefa "Töfrakonur" bókina úr. Jóhanna Helga vinkona mín á veg og vanda að prófarkalestir, yfirferð og áliti enda les þessi elska fyrir mig allan texta. Svo er það listakonan Erna Hrönn Ásgeirsdóttir sem teiknar í bókina og kápuna. Hún er frábær á þessu sviði og er systir Valdemars bónda á Auðkúlu. Svona er heimurinn skemmtilegur og víða leynast listamenn og konur, við þurfum bara að vera dugleg að segja hvort öðru frá og hjálpast að.

Mig langar að segja ykkur aðeins meira frá áformum Töfrakvenna. Barnabókin mín er að koma út og við erum byrjaðar að safna í aðra kilju, smásagnasafn. Strax er komin fyrsta smásagan í hús og vonandi fara þær að koma í löngum bunum til okkar. Markmiðið er að gefa út 2-3 kiljur fyrir næstu jól, sem þá verða ásamt barnabókinni á jólasölu. Viljum við gjarnan fá handrit til yfirlestrar ef fólk treystir okkur fyrir efninu sínu og langar til að fá gefið út. Við erum alvöru útgafufélag og munum halda ótrauðar áfram í útgáfu eins og við lögðum upp með. Við eigum enn dálítið af kiljum síðasta árs og viljum gjarnan selja þær sem fyrst. Ljóðabókin "Konfektmolar" er þó að verða búin og hver að verða síðastur að eignast hana. Það er þó sannarlega skemmtilegt því að markmiðið er að koma hinu ritaða máli til sem flestra.

Skartgripir eru að koma á sumarsölu og verið er að endurhanna "Töfrarúnirnar" sem er mjög spennandi. Við erum að sjálfsögðu að selja steina, kort, smyrsl, barnasett og lopapeysur og við sjálfar og fleiri með okkur erum að vinna á fullu fyrir sumarmarkaðina. Við stefnum á að vera með sölu og uppákomu í Dalsmynni þegar "Ævintýri tvíburanna" verða komin út. Við munum líka vera að spá með yndælu spákonunum á Skagaströnd. Sú samvinna er alveg ómetanleg og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir að drífa Töfrakonur með sér að spá. Stefnan er einnig sett á Landsmót hestamanna og fleira skemmtilegt í sumar. Við vonumst eftir að finna fleiri sölustaði og vinna lönd eins og áður. Við höfum mögnuð áform og höldum ótrauðar áfram. Við fengum hundrað þúsund krónur frá Menningarráði til að styðja við útgáfu barnabókarinnar og erum við líka mjög þakklátar fyrir það. Við þökkum öllum sem vilja okkur vel og styðja okkur - við þörfnumst þess -  en við ætlum líka að standa okkur í stykkinu.emoticonLangaði bara að minna á Töfrakonur, við erum á kústum sem aldrei fyrr emoticon

Af öðrum vettfangi er allt gott hjá mér. Þrjár ær eftir að bera svo hægt er að segja að sauðburðarlok séu að skella á. Það var kalt í vor, en ekki kvarta ég, hvorki aska eða kafasnjór svo að við sluppum nú vel. Það er samt gott að júní er kominn, skólinn búinn og hægt að slaka sér inn í sumarið sem ég vænti að verði okkur öllum gott. Við fengum mun fleiri hrútlömb en gimbrar sem er ávísun á gott heyskaparsumar var sagt, það eru auðvitað góðar fréttir.Hér er bjartasta vonin. Vala Glókollsdóttir, fullkomin inn í fjölskylduna okkar eins og pabbinn. Við erum alveg viss um að hún verði snillingur er fram líða stundir. Hún er að verða fjögurra mánaða og áhuginn er svo sannarlega fyrir hendi og tilburðirnir eins og á að vera.Læt þetta duga að sinni, en þarf samt margt að segja. Njótið þess að vera til og elskið hvort annað. Ég vona að sumarið verði okkur öllum gott. Knús í húsemoticon
  • 1